Rauðar blöðrur á Austurvelli 25. maí 2011 14:19 Mynd Vilhelm Rauðum blöðrum var sleppt á Austurvelli nú klukkan tvö til að minnast þeirra barna sem aldrei ná fimm ára aldri. Viðburðurinn var liður í veigamikilli dagskrá sem stendur yfir í tilefni þess að árlegur Dagur barnsins er á sunnudag. Barnaheill bera hitann og þungann af dagskránni en í samstarfi við þá voru að félagar í Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Sérsveit Hins hússins sem mættu á Austurvöll í dag. Þingmenn gerðu hlé á störfum sínum og stigu út til að fylgjast með. Þá voru þeir hvattir til að leggja sitt af mörkum til að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um að dregið verði úr ungbarnadauða um tvo þriðju, nái fram að ganga fyrir árið 2015. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í október árið 2007, er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Þetta er því í þriðja sinn sem hann er haldinn hátíðlegur. Vegna samstarfs við skóla á ólíkum skólastigum, heilsugæslustöðvar og Barnaspítala Hringsins var ákveðið að fagna þessum mikilvæga degi á virkum degi.Geta ekki leikið sér úti Fjölmargir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í uppákomunum. Börn á leikskólum í Seljahverfi ætla að hittast við tjörn í hverfinu til að minnast barna sem eiga um sárt að binda og á leikskólanum Furuborg ætla nemendur til að mynda að hengja rauðar blöðrur á tré á skólalóðinni og tileinka það börnum á gossvæðinu sem ekki geta leikið sér úti. Barnaheill - Save the Children á Íslandi telja afar brýnt að tryggja velferð þeirra barna og fjölskyldna sem búa á gossvæðunum. Á Barnaspítala Hringsins og heilsugæslustöðvum víða um land fá öll börn sem þangað koma rauða blöðru að gjöf.69 risablöðrur Börn háskólanema og Stúdentaráð Háskóla Íslands taka höndum saman og velta því fyrir sér hvað það þýðir að eiga kost á því að læra að lesa, reikna og skrifa. Þau munu í sameiningu koma fyrir 69 risablöðrum á lóð leikskólans Mánagarðs til að minna á að enn eru 69 milljónir barna í heiminum sem ekki njóta þessara mannréttinda sem þeim eru þó tryggð í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.Ratleikur um réttindi Grunnskólanemum býðst að fræðast um réttindi sín í ratleik um miðborg Reykjavíkur sem hefst við klukkuturninn á Lækjartorgi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið staðfestur af öllum löndum heims, utan Bandaríkin og Sómalíu. Hann tryggir börnum réttinn til griða, tækifæra og áhrifa. Ratleikurinn verður opinn gestum og gangandi. Hann hófst klukkan hálf tíu í morgun og stendur til klukkan fjögur síðdegis. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira
Rauðum blöðrum var sleppt á Austurvelli nú klukkan tvö til að minnast þeirra barna sem aldrei ná fimm ára aldri. Viðburðurinn var liður í veigamikilli dagskrá sem stendur yfir í tilefni þess að árlegur Dagur barnsins er á sunnudag. Barnaheill bera hitann og þungann af dagskránni en í samstarfi við þá voru að félagar í Sambandi íslenskra framhaldsskólanema og Sérsveit Hins hússins sem mættu á Austurvöll í dag. Þingmenn gerðu hlé á störfum sínum og stigu út til að fylgjast með. Þá voru þeir hvattir til að leggja sitt af mörkum til að þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um að dregið verði úr ungbarnadauða um tvo þriðju, nái fram að ganga fyrir árið 2015. Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar frá því í október árið 2007, er dagur barnsins haldinn hátíðlegur síðasta sunnudag í maí. Þetta er því í þriðja sinn sem hann er haldinn hátíðlegur. Vegna samstarfs við skóla á ólíkum skólastigum, heilsugæslustöðvar og Barnaspítala Hringsins var ákveðið að fagna þessum mikilvæga degi á virkum degi.Geta ekki leikið sér úti Fjölmargir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu taka þátt í uppákomunum. Börn á leikskólum í Seljahverfi ætla að hittast við tjörn í hverfinu til að minnast barna sem eiga um sárt að binda og á leikskólanum Furuborg ætla nemendur til að mynda að hengja rauðar blöðrur á tré á skólalóðinni og tileinka það börnum á gossvæðinu sem ekki geta leikið sér úti. Barnaheill - Save the Children á Íslandi telja afar brýnt að tryggja velferð þeirra barna og fjölskyldna sem búa á gossvæðunum. Á Barnaspítala Hringsins og heilsugæslustöðvum víða um land fá öll börn sem þangað koma rauða blöðru að gjöf.69 risablöðrur Börn háskólanema og Stúdentaráð Háskóla Íslands taka höndum saman og velta því fyrir sér hvað það þýðir að eiga kost á því að læra að lesa, reikna og skrifa. Þau munu í sameiningu koma fyrir 69 risablöðrum á lóð leikskólans Mánagarðs til að minna á að enn eru 69 milljónir barna í heiminum sem ekki njóta þessara mannréttinda sem þeim eru þó tryggð í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.Ratleikur um réttindi Grunnskólanemum býðst að fræðast um réttindi sín í ratleik um miðborg Reykjavíkur sem hefst við klukkuturninn á Lækjartorgi. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur verið staðfestur af öllum löndum heims, utan Bandaríkin og Sómalíu. Hann tryggir börnum réttinn til griða, tækifæra og áhrifa. Ratleikurinn verður opinn gestum og gangandi. Hann hófst klukkan hálf tíu í morgun og stendur til klukkan fjögur síðdegis.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Sjá meira