Mér leiðist ekkert mikið að hlaupa upp kantinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2011 06:00 Dofri skoraði markið sem gulltryggði KR Íslandsmeistaratitilinn. Hann fagnar því hér. Fréttablaðið/Daníel Vaskleg framganga hins 21 árs gamla Dofra Snorrasonar í undanförnum leikjum KR hefur vakið verðskuldaða athygli. Hann hefur verið hreint magnaður í bakverðinum hjá KR og skoraði svo sigurmarkið gegn Fylki um síðustu helgi sem tryggði KR titilinn. „Ég er mjög ánægður með þessa leiki hjá mér. Það er loksins kominn meiri stöðugleiki í mínum leik. Ég er kominn með það betur á hreint hvað ég á að gera og sjálfstraustið er meira," sagði Dofri sem lagði einnig upp hið afar mikilvæga jöfnunarmark fyrir KR í Eyjum. Þá átti hann eina af sínum mörgu rispum upp kantinn og gaf magnaða sendingu í teiginn sem Kjartan Henry skilaði í mark. „Mér leiðist ekkert mikið að hlaupa upp kantinn. Það getur samt komið í bakið á manni. Ég þarf stundum að hemja mig. Rúnar þjálfari vill að ég geri þetta í hófi enda vill Mummi hinum megin einnig líka hlaupa upp. Það þarf því að velja réttu augnablikin." Dofri var miðjumaður upp yngri flokkana en í 2. flokki var honum hent í bakvörðinn og þar líður honum ágætlega en hann getur einnig leikið út á kanti. Dofri lék 13 leiki með Víkingi í 1. deildinni í fyrra en hann var þar á láni. Hann kom svo til baka og kom við sögu í 9 leikjum hjá KR í fyrra. „Ég kann vel við mig í bakverðinum og sérstaklega ef ég er í liði sem sækir og heldur boltanum mikið. Ég hef ekkert verið að stúdera neina bakverði enn þá. Var meira að skoða miðjumenn áður en ég þarf að bæta úr því og skoða fleiri bakverði eins og Dani Alves," sagði Dofri en hann segir dvölina hjá Víkinga hafa styrkt sig. Þó svo að hann sé sífellt að verða reynslumeiri losnar hann seint við fiðringinn fyrir leiki. „Ég verð alltaf smá stressaður fyrir alla leiki. Það fylgir þessu. Ég er samt aðeins meira stressaður fyrir leiki hjá KR en ég var hjá Víkingi."Lið umferðarinnar: Ögmundur Kristinsson - Fram Dofri Snorrason - KR Tommy Nielsen - FH Tryggvi Sveinn Bjarnason - Stjarnan Hlynur Atli Magnússon - Fram Egill Jónsson - KR Aron Elís Þrándarson - Víkingur Jóhann Laxdal - Stjarnan Kristinn Steindórsson - Breiðablik Atli Guðnason - FH Garðar Jóhannsson - Stjarnan Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Vaskleg framganga hins 21 árs gamla Dofra Snorrasonar í undanförnum leikjum KR hefur vakið verðskuldaða athygli. Hann hefur verið hreint magnaður í bakverðinum hjá KR og skoraði svo sigurmarkið gegn Fylki um síðustu helgi sem tryggði KR titilinn. „Ég er mjög ánægður með þessa leiki hjá mér. Það er loksins kominn meiri stöðugleiki í mínum leik. Ég er kominn með það betur á hreint hvað ég á að gera og sjálfstraustið er meira," sagði Dofri sem lagði einnig upp hið afar mikilvæga jöfnunarmark fyrir KR í Eyjum. Þá átti hann eina af sínum mörgu rispum upp kantinn og gaf magnaða sendingu í teiginn sem Kjartan Henry skilaði í mark. „Mér leiðist ekkert mikið að hlaupa upp kantinn. Það getur samt komið í bakið á manni. Ég þarf stundum að hemja mig. Rúnar þjálfari vill að ég geri þetta í hófi enda vill Mummi hinum megin einnig líka hlaupa upp. Það þarf því að velja réttu augnablikin." Dofri var miðjumaður upp yngri flokkana en í 2. flokki var honum hent í bakvörðinn og þar líður honum ágætlega en hann getur einnig leikið út á kanti. Dofri lék 13 leiki með Víkingi í 1. deildinni í fyrra en hann var þar á láni. Hann kom svo til baka og kom við sögu í 9 leikjum hjá KR í fyrra. „Ég kann vel við mig í bakverðinum og sérstaklega ef ég er í liði sem sækir og heldur boltanum mikið. Ég hef ekkert verið að stúdera neina bakverði enn þá. Var meira að skoða miðjumenn áður en ég þarf að bæta úr því og skoða fleiri bakverði eins og Dani Alves," sagði Dofri en hann segir dvölina hjá Víkinga hafa styrkt sig. Þó svo að hann sé sífellt að verða reynslumeiri losnar hann seint við fiðringinn fyrir leiki. „Ég verð alltaf smá stressaður fyrir alla leiki. Það fylgir þessu. Ég er samt aðeins meira stressaður fyrir leiki hjá KR en ég var hjá Víkingi."Lið umferðarinnar: Ögmundur Kristinsson - Fram Dofri Snorrason - KR Tommy Nielsen - FH Tryggvi Sveinn Bjarnason - Stjarnan Hlynur Atli Magnússon - Fram Egill Jónsson - KR Aron Elís Þrándarson - Víkingur Jóhann Laxdal - Stjarnan Kristinn Steindórsson - Breiðablik Atli Guðnason - FH Garðar Jóhannsson - Stjarnan
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira