Mér leiðist ekkert mikið að hlaupa upp kantinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2011 06:00 Dofri skoraði markið sem gulltryggði KR Íslandsmeistaratitilinn. Hann fagnar því hér. Fréttablaðið/Daníel Vaskleg framganga hins 21 árs gamla Dofra Snorrasonar í undanförnum leikjum KR hefur vakið verðskuldaða athygli. Hann hefur verið hreint magnaður í bakverðinum hjá KR og skoraði svo sigurmarkið gegn Fylki um síðustu helgi sem tryggði KR titilinn. „Ég er mjög ánægður með þessa leiki hjá mér. Það er loksins kominn meiri stöðugleiki í mínum leik. Ég er kominn með það betur á hreint hvað ég á að gera og sjálfstraustið er meira," sagði Dofri sem lagði einnig upp hið afar mikilvæga jöfnunarmark fyrir KR í Eyjum. Þá átti hann eina af sínum mörgu rispum upp kantinn og gaf magnaða sendingu í teiginn sem Kjartan Henry skilaði í mark. „Mér leiðist ekkert mikið að hlaupa upp kantinn. Það getur samt komið í bakið á manni. Ég þarf stundum að hemja mig. Rúnar þjálfari vill að ég geri þetta í hófi enda vill Mummi hinum megin einnig líka hlaupa upp. Það þarf því að velja réttu augnablikin." Dofri var miðjumaður upp yngri flokkana en í 2. flokki var honum hent í bakvörðinn og þar líður honum ágætlega en hann getur einnig leikið út á kanti. Dofri lék 13 leiki með Víkingi í 1. deildinni í fyrra en hann var þar á láni. Hann kom svo til baka og kom við sögu í 9 leikjum hjá KR í fyrra. „Ég kann vel við mig í bakverðinum og sérstaklega ef ég er í liði sem sækir og heldur boltanum mikið. Ég hef ekkert verið að stúdera neina bakverði enn þá. Var meira að skoða miðjumenn áður en ég þarf að bæta úr því og skoða fleiri bakverði eins og Dani Alves," sagði Dofri en hann segir dvölina hjá Víkinga hafa styrkt sig. Þó svo að hann sé sífellt að verða reynslumeiri losnar hann seint við fiðringinn fyrir leiki. „Ég verð alltaf smá stressaður fyrir alla leiki. Það fylgir þessu. Ég er samt aðeins meira stressaður fyrir leiki hjá KR en ég var hjá Víkingi."Lið umferðarinnar: Ögmundur Kristinsson - Fram Dofri Snorrason - KR Tommy Nielsen - FH Tryggvi Sveinn Bjarnason - Stjarnan Hlynur Atli Magnússon - Fram Egill Jónsson - KR Aron Elís Þrándarson - Víkingur Jóhann Laxdal - Stjarnan Kristinn Steindórsson - Breiðablik Atli Guðnason - FH Garðar Jóhannsson - Stjarnan Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira
Vaskleg framganga hins 21 árs gamla Dofra Snorrasonar í undanförnum leikjum KR hefur vakið verðskuldaða athygli. Hann hefur verið hreint magnaður í bakverðinum hjá KR og skoraði svo sigurmarkið gegn Fylki um síðustu helgi sem tryggði KR titilinn. „Ég er mjög ánægður með þessa leiki hjá mér. Það er loksins kominn meiri stöðugleiki í mínum leik. Ég er kominn með það betur á hreint hvað ég á að gera og sjálfstraustið er meira," sagði Dofri sem lagði einnig upp hið afar mikilvæga jöfnunarmark fyrir KR í Eyjum. Þá átti hann eina af sínum mörgu rispum upp kantinn og gaf magnaða sendingu í teiginn sem Kjartan Henry skilaði í mark. „Mér leiðist ekkert mikið að hlaupa upp kantinn. Það getur samt komið í bakið á manni. Ég þarf stundum að hemja mig. Rúnar þjálfari vill að ég geri þetta í hófi enda vill Mummi hinum megin einnig líka hlaupa upp. Það þarf því að velja réttu augnablikin." Dofri var miðjumaður upp yngri flokkana en í 2. flokki var honum hent í bakvörðinn og þar líður honum ágætlega en hann getur einnig leikið út á kanti. Dofri lék 13 leiki með Víkingi í 1. deildinni í fyrra en hann var þar á láni. Hann kom svo til baka og kom við sögu í 9 leikjum hjá KR í fyrra. „Ég kann vel við mig í bakverðinum og sérstaklega ef ég er í liði sem sækir og heldur boltanum mikið. Ég hef ekkert verið að stúdera neina bakverði enn þá. Var meira að skoða miðjumenn áður en ég þarf að bæta úr því og skoða fleiri bakverði eins og Dani Alves," sagði Dofri en hann segir dvölina hjá Víkinga hafa styrkt sig. Þó svo að hann sé sífellt að verða reynslumeiri losnar hann seint við fiðringinn fyrir leiki. „Ég verð alltaf smá stressaður fyrir alla leiki. Það fylgir þessu. Ég er samt aðeins meira stressaður fyrir leiki hjá KR en ég var hjá Víkingi."Lið umferðarinnar: Ögmundur Kristinsson - Fram Dofri Snorrason - KR Tommy Nielsen - FH Tryggvi Sveinn Bjarnason - Stjarnan Hlynur Atli Magnússon - Fram Egill Jónsson - KR Aron Elís Þrándarson - Víkingur Jóhann Laxdal - Stjarnan Kristinn Steindórsson - Breiðablik Atli Guðnason - FH Garðar Jóhannsson - Stjarnan
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjá meira