Erlent

Afturkallar dóm yfir konu sem átti að hýða fyrir að aka bíl

Mynd/AFP
Abdullah konungur Sádí Arabíu hefur beitt neitunarvaldi sínu og ógilt dóm sem féll í landinu á dögunum en þá var kona dæmd til þess að verða húðstrýkt sex sinnum vegna þess að hún gerðist brotleg við lög með því að keyra bíl.

AP fréttastofan greinir frá þessu en dómari ákvað þessa harðneskjulegu refsingu aðeins tveimur dögum eftir að konungurinn tilkynnti að konur fengju kosningarétt í landinu árið 2015.

Ógilding konungsins hefur reyndar ekki verið tilkynnt opinberlega, heldur greindi ein af prinsessum konungsdæmisins frá henni á samskiptasíðunni Twitter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×