Erlent

Örlæti í Japan

Af hamfarasvæðunum í Japan.
Af hamfarasvæðunum í Japan. mynd/AFP
Mikið magn peninga fannst á almenningsklósetti í Japan fyrr dag. Upphæðin, 10 milljón yen, samsvarar rúmlega fimmtán milljónum íslenskra króna. Á miða sem fannst hjá peningunum kom fram að þeir væru ætlaðir til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum í Japan eftir flóðbylgjuna fyrr á þessu ári. Velgjörðamaðurinn tók það einnig fram að hann væri einsamall og lifði einföldu lífi, það væru aðrir sem ættu að njóta góðs af peningunum. Nokkur dæmi eru um örlæti eins og þetta síðan fljóðbylgjan skall á kyrrahafsströnd Japans í mars á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×