Innlent

Melóna sprakk á Ísafirði

Helgin var róleg hjá lögreglunni á Ísafirði, ef frá er talin heldur óvenjuleg sprengja sem sprakk í miðbænum í fyrrakvöld. Þá hafði einhver óprúttinn stungið flugeld eða blysi í melónu og skilið hana eftir við hús í bænum.

Nokkurt ónæði varð af því þegar melónusprengjan sprakk, ekki síst fyrir eiganda húss sem varð illa fyrir barðinu á melónubitum sem þeyttust um allt.

Lögreglan veit ekki hverjir voru að verki, en leggur áherslu á að allt fikt með sprengjur og púður geti valdið slysum og ónotum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×