Ekkert nema ESB er í boði 17. apríl 2011 14:00 Dr. Visnja Samardzija segir brýnt að íslensk stjórnvöld skapi samstöðu um aðildarviðræður og leysi deiluna við Breta og Hollendinga. Mynd/Vilhelm Þótt allt að helmingur Króata sé efins um Evrópusambandsaðild hefur lítið heyrst af öðrum kostum, segir dr. Visnja Samardzija, yfirmaður hjá Alþjóðamálastofnuninni í Zagreb, sem flutti erindi hjá Alþjóðamálastofnun Háskólans í gær. Hún segir króatíska aðildarandstæðinga benda á einstaka hluti gegn inngöngu, svo sem kröfur ESB um afnám ríkisstyrkja í skipaiðnaði og um heilnæmari landbúnaðarframleiðsluhætti en enginn breiðfylking andstæðinga hafi sýnt fram á möguleika landsins utan sambands. „Króatía á engra kosta völ en að ganga í ESB því við erum lítið land og verðum að samræmast sambandinu. Þeir sem eru efins um ESB nefna hluti eins og hefðir. Bændur tala um hvernig þeir hafa alltaf selt kotasælu á markaði og að nú vilji ESB að þessari vöru verði skýlt [þannig að bakteríur komist ekki í hana]. Þetta er neytendum til hagsbóta en þessir framleiðendur mótmæla. Svo tala aðrar raddir um skert fullveldi og menningararfleifð okkar, en heilt yfir hafa ekki verið háværar raddir á móti," segir hún. Ef Króatía gengi ekki inn þyrfti landið hvort sem er „að laga löggjöf sína alveg að lögum ESB og setja á fót Evrópusambandshæfar stofnanir. Það myndi virka eins og eyja sem er ekki hluti af ESB. En við hefðum engan hag af því og nytum engra styrkja," segir hún. Þetta væri ósjálfbær staða. Króatar sóttu um aðild að ESB fyrir um átta árum, en hafa unnið að henni mun lengur. Dr. Samardzija var aðstoðarráðherra í Evrópusamrunaráðuneytinu um aldamótin og telur að vandi króatískra aðildarsinna sé skortur á almennri þekkingu á Evrópusambandinu. Þessu þurfi stjórnvöld að bæta úr svo fólk geti tekið upplýsta afstöðu. Allir flokkar í Króatíu styðja inngöngu landsins, en almenningur sveiflast í afstöðu sinni. Samardzija kveður það áhugavert að þessu virðist öfugt farið á Íslandi, þar sem meiri andstaða við aðild hefur verið meðal stjórnmálaelítunnar. Hún telur Ísland geta gengið inn fljótlega á eftir Króatíu, ef íslenskum stjórnvöldum tekst að leysa úr innri málum. Með því vísar hún til deilna um ferli[ innanlands og milliríkjadeilu við Breta og Hollendinga. Slóvenar beittu neitunarvaldi á aðildarviðræður Króata vegna deilna um landamörk ríkjanna og frystu viðræðurnar í 13 mánuði. Þessar deilur drógu úr vilja Króata til aðildar. „Það er mjög mikilvægt að leysa tvíhliða vandamál því viðræður við ESB eru jú viðræður við aðildarríkin." klemens@frettabladid.is Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Þótt allt að helmingur Króata sé efins um Evrópusambandsaðild hefur lítið heyrst af öðrum kostum, segir dr. Visnja Samardzija, yfirmaður hjá Alþjóðamálastofnuninni í Zagreb, sem flutti erindi hjá Alþjóðamálastofnun Háskólans í gær. Hún segir króatíska aðildarandstæðinga benda á einstaka hluti gegn inngöngu, svo sem kröfur ESB um afnám ríkisstyrkja í skipaiðnaði og um heilnæmari landbúnaðarframleiðsluhætti en enginn breiðfylking andstæðinga hafi sýnt fram á möguleika landsins utan sambands. „Króatía á engra kosta völ en að ganga í ESB því við erum lítið land og verðum að samræmast sambandinu. Þeir sem eru efins um ESB nefna hluti eins og hefðir. Bændur tala um hvernig þeir hafa alltaf selt kotasælu á markaði og að nú vilji ESB að þessari vöru verði skýlt [þannig að bakteríur komist ekki í hana]. Þetta er neytendum til hagsbóta en þessir framleiðendur mótmæla. Svo tala aðrar raddir um skert fullveldi og menningararfleifð okkar, en heilt yfir hafa ekki verið háværar raddir á móti," segir hún. Ef Króatía gengi ekki inn þyrfti landið hvort sem er „að laga löggjöf sína alveg að lögum ESB og setja á fót Evrópusambandshæfar stofnanir. Það myndi virka eins og eyja sem er ekki hluti af ESB. En við hefðum engan hag af því og nytum engra styrkja," segir hún. Þetta væri ósjálfbær staða. Króatar sóttu um aðild að ESB fyrir um átta árum, en hafa unnið að henni mun lengur. Dr. Samardzija var aðstoðarráðherra í Evrópusamrunaráðuneytinu um aldamótin og telur að vandi króatískra aðildarsinna sé skortur á almennri þekkingu á Evrópusambandinu. Þessu þurfi stjórnvöld að bæta úr svo fólk geti tekið upplýsta afstöðu. Allir flokkar í Króatíu styðja inngöngu landsins, en almenningur sveiflast í afstöðu sinni. Samardzija kveður það áhugavert að þessu virðist öfugt farið á Íslandi, þar sem meiri andstaða við aðild hefur verið meðal stjórnmálaelítunnar. Hún telur Ísland geta gengið inn fljótlega á eftir Króatíu, ef íslenskum stjórnvöldum tekst að leysa úr innri málum. Með því vísar hún til deilna um ferli[ innanlands og milliríkjadeilu við Breta og Hollendinga. Slóvenar beittu neitunarvaldi á aðildarviðræður Króata vegna deilna um landamörk ríkjanna og frystu viðræðurnar í 13 mánuði. Þessar deilur drógu úr vilja Króata til aðildar. „Það er mjög mikilvægt að leysa tvíhliða vandamál því viðræður við ESB eru jú viðræður við aðildarríkin." klemens@frettabladid.is
Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira