Slökkviliðið var kallað að Laugavegi 81 nú um ellefuleytið. Þar sáust eldglæringar í skorsteini. Eldurinn reyndist einungis vera í skorsteininum og þykir slökkviliðsmanni sem Vísir talaði við líklegast að það hafi einfaldlega komið upp of mikill eldur í pizzaofni sem hafi leitt upp í skorsteininn, en pizzastaðurinn Eldsmiðjan er þarna til húsa. Útkalli er lokið samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.
