Erlent

Mótmælin á Friðartorginu halda áfram

Þúsundir manna halda áfram mótmælum sínum á Friðartorginu í Kaíró fjórða daginn í röð.

Mohamed Tantawi yfirmaður egypska herráðsins kom fram í sjónvarpi í gærkvöldi og lofaði að forsetakosningar í landinu yrðu haldnar í júlí á næsta ári. Þetta hafði engin áhrif á mótmælendurnar sem nú krefjast þess að herráðið láti strax af stjórn landsins.

Átök milli mótmælenda og lögreglu og öryggissveita héldu áfram á torginu í alla nótt en samkvæmt opinberum tölum í Egyptalandi hafa að minnst kosti 30 manns fallið í þessum átökum frá því um síðustu helgi og yfir 2.000 hafa særst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×