Erlent

Vísindamenn ná sambandi við rússneska könnunarflaug

Tölvuteikning af Phobos-Grunt þegar farið nálgast Mars.
Tölvuteikning af Phobos-Grunt þegar farið nálgast Mars. mynd/NASA
Loks hefur náðst samband við könnunarflaug Rússlands. Hún hefur verið föst á sporbraut um jörðu síðastliðnar vikur.

Geimferðastofnun Evrópu greindi fjarmælingar Phobos-Grunt flaugarinnar. Vísindamenn stofnunarinnar vinna nú að því efla samskiptamöguleika flaugarinnar. Rússneskir verkfræðingar vinna með vísindamönnunum.

Ekki kviknaði á eldflaugum Phobos-Grunt á tilsettum tíma en án knúningsaflsins er ómögulegt fyrir könnunarflaugina að ferðast til Mars.

Vísindamenn eru bjartsýnir um að endurheimta stjórn á Phobos-Grunt. En vísindamennirnir verða þó að hafa hraðar hendur því lengdin milli Jarðar og Rauðu plánetunnar eykst sífellt.

Phobos-Grunt var hannaður til að lenda á tunglinu Phobos sem er á sporbraut um Mars. Könnunarfarið átti að taka jarðvegsýni af tunglinu og flytja aftur til jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×