Erlent

Ergelsi hundaeiganda vekur athygli

Myndband af ógæfusömum hundaeiganda nýtur gríðarlegra vinsælda á internetinu. Rúmlega hálf milljón manna hefur horft á myndbandið síðan það birtist á vefsíðunni YouTube 13. nóvember síðastliðinn.

Myndbandið var tekið í Richmond Park í Lundúnum. Garðurinn er frægur fyrir dýralíf sitt og fegurð. Mikið er af hjartar- og dádýrum í garðinum. Einn óheppinn hundaeigandi fékk fyrstu kynni af dádýrunum þegar hann leyfði hundinum sínum, Fenton, að hlaupa lausum.

Eftir að Fenton sleppur hleypur hann á eftir dádýrahóp sem 13 ára gamall piltur var að mynda fyrir tilviljun. Hjörðin hrekkur við og síðan sést Fenton æða inn í mynd. Öskur hundaeigandans fylgja og loks birtist hann sjálfur í mynd - augljóslega gramur með ástandið sem stigmagnaðist svo fljótt.

Fenton hleypur á eftir hjörðinni og eigandinn blótar. Hundurinn eltir hjörðina inn í skógarþykknið og Fenton hverfur sjónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×