Innlent

Varð undir lyftara á Sauðárkróki

Rúmlega fertugur karlmaður var fluttur með flugvél til Reykjavíkur í gær eftir að lyftari féll á hann úr eins og hálfs metra hæð. Maðurinn var að vinna undir lyftaranum sem var uppi á lyftu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki.

Maðurinn slasaðist alvarlega og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks en stuttu eftir komuna þangað var tekin ákvörðun að fljúga með hann til Reykavíkur. Hann fór í aðgerð í nótt en ekki er vitað nánar um líðan mannsins.

Slysið gerðist á bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkrók. Vinnueftirlitið rannsóknar nú slysið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×