Innlent

Köstuðu björgunarhringjum Herjólfs í sjóinn

Skemmdarvargar tóku sig til á dögunum og hentu björgunarhringjum sem eru á dekki Herjólfs í sjóinn þegar skipið var á leið til Vestmannaeyja þann 12. apríl síðastliðinn. Að sögn lögreglu er ekki vitað hverjir voru að verki. Hún óskar því eftir upplýsingum frá farþegum sem voru í fyrri ferð skipsins frá Þorlákshöfn þennan dag um hvort þeir hafi orðið var við að einhver eða einhverjir væru að eiga við björgunarhringi skipsins. Atvikið er litið mjög alvarlegum augum enda er nauðsynlegt að öryggisbúnaður skipsins sé í sem bestu lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×