Aðstoðaði Ísbarónessuna sem reyndist vera eftirlýstur morðingi SB skrifar 13. júní 2011 12:30 Ísbarónessan bíður nú réttarhalda en hún heldur því fram að fórnarlömb hennar hafi báðir misnotað hana á sál og líkama. Mynd/AFP Spænskur götuspilari í Vín komst í hann krappann þegar hann sá aumur á grátandi konu á lestarstöð í Udine á Ítalíu. Hann bauð konunni gistingu en komst ekki að því fyrr en tveim dögum síðar að konan með tárin var eftirlýstur morðingi frá Vín, þekkt undir nafninu Ísbarónessan. Það voru verkamenn sem sviptu hulunni af ódæðum hinnar 32 ára gömlu Goidsargi Estibaliz, eiganda ísbúðar í Vín. Verkamennirnir fundu lík tveggja karlmanna í kjallaranum undir ísbúðinni, annar var fyrrverandi eiginmaður Goidsargi, og hinn fyrrverandi kærasti. Ísbarónessan, líkt og Goidsargi er kölluð í þýskum fjölmiðlum, hafði skotið báða mennina til bana, bútað sundur líkin og steypt líkamshlutana í kjallaranum. Goidsargi, sem gengur með barni, komin tvo mánuði á leið, flúði á ótrúlegan hátt frá Vín. Stökk upp í leigubíl og steig ekki út fyrr en hún var komin til Ítalíu. Þar tók saga Ísbarónessunar enn aðra ótrúlega stefnu. Spænskur götuspilari lýsir því hvernig hann sá einmana grátandi konu á lestarstöðinni í Udine. Hún hafi virkað hjálparlaus og einmana og hann hafi spurt hana hvort hún þyrfti á hjálp að halda. Stuttu síðar var Ísbarónessan komin á heimili götuspilarans Ivan Riu. Í tvo daga hjálpaði hún til við eldamennsku, þvoði þvott og fór með Ivan að versla. En Adam var ekki lengi í Paradís. Af tilviljun sá Ivan mynd af konunni, sem hann hafði tekið upp á sína arma, á fréttasíðu á vefnum. Konan sem hann hafði bjargað hafði drepið tvo fyrrverandi unnusta. Götuspilarinn hringdi undir eins í lögregluna sem kom á staðinn og handtók loksins Goidsargi. Ísbarónessan bíður nú réttarhalda en hún heldur því fram að mennirnir tveir, fórnarlömb hennar, hafi báðir misnotað hana á sál og líkama. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Spænskur götuspilari í Vín komst í hann krappann þegar hann sá aumur á grátandi konu á lestarstöð í Udine á Ítalíu. Hann bauð konunni gistingu en komst ekki að því fyrr en tveim dögum síðar að konan með tárin var eftirlýstur morðingi frá Vín, þekkt undir nafninu Ísbarónessan. Það voru verkamenn sem sviptu hulunni af ódæðum hinnar 32 ára gömlu Goidsargi Estibaliz, eiganda ísbúðar í Vín. Verkamennirnir fundu lík tveggja karlmanna í kjallaranum undir ísbúðinni, annar var fyrrverandi eiginmaður Goidsargi, og hinn fyrrverandi kærasti. Ísbarónessan, líkt og Goidsargi er kölluð í þýskum fjölmiðlum, hafði skotið báða mennina til bana, bútað sundur líkin og steypt líkamshlutana í kjallaranum. Goidsargi, sem gengur með barni, komin tvo mánuði á leið, flúði á ótrúlegan hátt frá Vín. Stökk upp í leigubíl og steig ekki út fyrr en hún var komin til Ítalíu. Þar tók saga Ísbarónessunar enn aðra ótrúlega stefnu. Spænskur götuspilari lýsir því hvernig hann sá einmana grátandi konu á lestarstöðinni í Udine. Hún hafi virkað hjálparlaus og einmana og hann hafi spurt hana hvort hún þyrfti á hjálp að halda. Stuttu síðar var Ísbarónessan komin á heimili götuspilarans Ivan Riu. Í tvo daga hjálpaði hún til við eldamennsku, þvoði þvott og fór með Ivan að versla. En Adam var ekki lengi í Paradís. Af tilviljun sá Ivan mynd af konunni, sem hann hafði tekið upp á sína arma, á fréttasíðu á vefnum. Konan sem hann hafði bjargað hafði drepið tvo fyrrverandi unnusta. Götuspilarinn hringdi undir eins í lögregluna sem kom á staðinn og handtók loksins Goidsargi. Ísbarónessan bíður nú réttarhalda en hún heldur því fram að mennirnir tveir, fórnarlömb hennar, hafi báðir misnotað hana á sál og líkama.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira