Innlent

Hertökum Reykjavík á Austurvelli í nótt

Nokkrir mótmælendur undir kjörorðinu: Hertökum Reykjavík, höfðust við í tjaldi á Austurvelli í nótt.

Krafa þeirra er alvöru lýðræði, eins og ritað er á borða við tjaldið, og segja þeir sem að þessu standa að þetta sé í anda mótmælanna í New York, undir kjörorðinu: Hertökum Wall Street.

Að sögn lögreglu hlutust engin vandræði af mótmælunum í nótt og engin olli mótmælendunum heldur vandræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×