Þýski afinn hærri og eldri en Siggi Sigurjóns 16. nóvember 2011 15:00 Karl Dall ásamt Sigurði Sigurjónssyni, sem hefur leikið Afann við góðar undirtektir hér á landi.Mynd/halldór kolbeinsson Þýski grínistinn Karl Dall mun leika Afann í Þýskalandi á næsta ári. Samningur þess efnis var undirritaður um síðustu helgi. Dall sá Sigurjón Sigurjónsson leika Afann í Borgarleikhúsinu og hittust „afarnir“ tveir eftir sýninguna. „Þetta er bara þýskur afi. Hann er ögn hærri í loftinu en ég og eilítið eldri,“ segir Sigurður. „Ég lék þetta fyrir hann eins og óður væri og ég vona að hann hafi lært eitthvað af því.“ Spurður hvort Dall hafi roð við honum í hlutverkinu segir Sigurður léttur: „Það held ég reyndar ekki. En fyrir þýskan markað, það má alveg reyna það.“ Dall hefur komið fram í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta í Þýskalandi og er bæði þekktur fyrir gamanleik sinn og kómískt útlitið, en hann fæddist með lokbráreinkennið. „Hann er mjög fyndinn,“ segir leikstjórinn Bjarni Haukur Þórsson um hinn sjötuga Dall. Bergsveinn Jónsson, framleiðandi hjá Thorsson Production, átti einnig þátt í að ráða hann í hlutverkið. Annar einleikur Bjarna Hauks, Pabbinn, hefur verið sýndur í Þýskalandi í tvö ár og hafa yfir eitt hundrað þúsund manns séð hann. Þýsk kvikmynd byggð á Pabbanum fer í tökur á næsta ári eftir handriti Bjarna Hauks og Ólafs Egilssonar. Síðustu tvær sýningarnar á Afanum í Borgarleikhúsinu verða um næstu helgi og eftir áramót fer einleikurinn út á land. Um tólf þúsund manns hafa séð Afann hér á landi frá því í janúar. Enn sem komið er hafa töluvert fleiri séð Pabbann hérlendis, eða um þrjátíu þúsund.- fb Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Sjá meira
Þýski grínistinn Karl Dall mun leika Afann í Þýskalandi á næsta ári. Samningur þess efnis var undirritaður um síðustu helgi. Dall sá Sigurjón Sigurjónsson leika Afann í Borgarleikhúsinu og hittust „afarnir“ tveir eftir sýninguna. „Þetta er bara þýskur afi. Hann er ögn hærri í loftinu en ég og eilítið eldri,“ segir Sigurður. „Ég lék þetta fyrir hann eins og óður væri og ég vona að hann hafi lært eitthvað af því.“ Spurður hvort Dall hafi roð við honum í hlutverkinu segir Sigurður léttur: „Það held ég reyndar ekki. En fyrir þýskan markað, það má alveg reyna það.“ Dall hefur komið fram í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta í Þýskalandi og er bæði þekktur fyrir gamanleik sinn og kómískt útlitið, en hann fæddist með lokbráreinkennið. „Hann er mjög fyndinn,“ segir leikstjórinn Bjarni Haukur Þórsson um hinn sjötuga Dall. Bergsveinn Jónsson, framleiðandi hjá Thorsson Production, átti einnig þátt í að ráða hann í hlutverkið. Annar einleikur Bjarna Hauks, Pabbinn, hefur verið sýndur í Þýskalandi í tvö ár og hafa yfir eitt hundrað þúsund manns séð hann. Þýsk kvikmynd byggð á Pabbanum fer í tökur á næsta ári eftir handriti Bjarna Hauks og Ólafs Egilssonar. Síðustu tvær sýningarnar á Afanum í Borgarleikhúsinu verða um næstu helgi og eftir áramót fer einleikurinn út á land. Um tólf þúsund manns hafa séð Afann hér á landi frá því í janúar. Enn sem komið er hafa töluvert fleiri séð Pabbann hérlendis, eða um þrjátíu þúsund.- fb
Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Sjá meira