Lífið

Hjálmar teiknuðu stjörnu í Köben

Hljómsveitin Hjálmar spilaði síðastliðið laugardagskvöld í Kulturhuset við Islands Brygge í Kaupmannahöfn. Þar kom hún fram við góðar undirtektir gesta, en tónleikarnir voru hluti af Koldbrand-tónlistarhátíðinni.

Eins og búast mátti við voru Íslendingar í miklum meirihluta í salnum og þar á meðal voru meðlimir uppistandsgengisins Mið-Íslands sem höfðu verið með sýningu skömmu áður í borginni. Grínistinn Steindi Jr. var einnig á meðal gesta, rétt eins og samstarfsmaður hans, Bent.

Hjálmar kynntu nýjustu plötu sína Órar og tóku að sjálfsögðu eitt aðallagið á plötunni, Ég teikna stjörnu. Horfa má á hljómsveitina taka lagið í meðfylgjandi myndbandi en það var tekið þegar Hjálmar kíktu í Poppskúrinn á Vísi á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.