Enski boltinn

Rooney gæti verið á leið fyrir dómstóla á nýjan leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Barátta Wayne Rooney við fyrrum umboðsmannafyrirtækið sitt, Proactive, er ekki lokið þar sem fyrirtækið hefur fengið  grænt ljós á að áfrýja dómi frá því á síðasta ári.

Rooney yfirgaf fyrirtækið árið 2008 og fór að vinna með Paul Stretford sem reyndar stofnaði Proactive á sínum tíma.

Samkvæmt samningi átti Proactive að fá 20 prósent af öllum samningum Rooney þegar hann var hjá Everton en hann ku ekki hafa staðið við að borga þær greiðslur.

Proactive segir að Rooney skuldi sér 4 milljónir punda og er talið afar líklegt að fyrirtækið áfrýji dómnum en það tapaði eðlilega í fyrstu lotu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×