Erlent

Tchenguizbræður mættu ekki í veisluna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tchenguizbræðurnir eru þekkt partýljón.
Tchenguizbræðurnir eru þekkt partýljón.
Bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz, sem voru yfirheyrðir af efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar í gær vegna Kaupþingsmálsins, mættu ekki í veislu sem haldin var í Cannes í kvöld á lystisnekkju Vincents.

Bræðurnir hafa ekki verið kærðir og mega yfirgefa Bretland, eftir því sem fréttavefur Bloomberg hefur eftir Sam Jaffa, hjá SFO, efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar. Stofnuninni hafði verið tjáð að bræðurnir hyggðust mæta í veisluna, sem hafði verið löngu ákveðin.

Tchenguiz bræður eru stjörnur í samkvæmislífinu og Vincent tilkynnti sérstaklega í dag að hann myndi ekki hætta við veisluna - þrátt fyrir að hafa verið handtekinn daginn áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×