Umfjöllun: Garðar tryggði Stjörnunni sigur á Akureyri Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar 11. maí 2011 18:15 Garðar var heitur í kvöld. Mynd/Valli Stjarnan sótti þrjú stig til Akureyrar í þriðju umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Liðið lagði Þór 0-1 með marki Garðars Jóhannssonar úr vítaspyrnu. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur og Garðar Jóhannsson átti meðal annars skot eftir aðeins ellefu sekúndur. Það var þó laust og beint á Srjadan Rajkovic í markinu. Stjörnumenn héldu boltanum ágætlega innan liðsins og reyndu að spila sig fram völlinn en áttu þó nokkrar langar sendingar fram á Garðar. Stjörnumenn sóttu mun meira en gekk illa að skapa sér færi. Srjadan varði ágætlega frá Garðari eftir hálftíma leik en annars var lítið um færi. Þórsarar virkuðu stressaðir og negldu boltanum oft fram án minnsta tilefnis. Vörnin var óskipulögð en Garðar gerði henni lífið leitt. Hann lét finna vel fyrir sér fremst. Þórsarar voru hvað eftir annað rangstæðir, alls tíu sinnum. Þeir voru lengi að vakna en áttu ágætan sprett undir lok fyrri hálfleiks, án þess þó að skapa sér færi. Hugsanlega má kalla það hættu við mark Stjörnunnar þegar boltinn var laus í teignum undir lok hálfleiksins en Þórsarar áttu ekkert skot að marki í fyrri hálfleiknum. Fyrri hálfleikur var markalaus og lítið spennandi. Þórsarar fengu dauðafæri í upphafi seinni hálfleiks þegar Sveinn Elías komst einn gegn Magnúsi eftir góða sendingu frá Atla en skot hans fór yfir markið. Skömmu síðar kom fyrsta markið. Eftir fyrirgjöf fór boltinn í hendina á Atla Jens og Þorvaldur dæmdi réttilega víti. Úr spyrnunni skoraði Garðar örugglega. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu til að sækja og spila boltanum. Stjarnan pressaði mjög vel og tóku Þórsara þar á eigin bragði. Akureyringarnir voru þekktir fyrir það í fyrra að pressa vel og vinna boltann ofarlega á vellinum. Það gekk ekki í dag. Stjörnumenn sigldu sigrinum heim og var sigurinn sanngjarn. Þórsara vantaði að klára færin en Garðar gerði gæfumuninn fyrir Stjörnuna í dag.Þór – Stjarnan 0-1 0-1 Garðar Jóhannsson (56.)Þórsvöllur. Áhorfendur: 1086Dómari: Þorvaldur Árnason (7)Skot (á mark): 3–11 (2-6)Varin skot: Srdjan 5 – Magnús 2Hornspyrnur: 7–7Aukaspyrnur fengnar: 11–14Rangstöður: 14–2Þór (4-3-3): Srdjan Rajkovic 7 Gísli Páll Helgason 4 Atli Jens Albertsson 4 Þorsteinn Ingason 5 Aleksandar Linta 6 (46. Ingi Freyr Hilmarsson 5) Janez Vrenko 6 (72. Ármann Pétur Ævarsson -) Gunnar Már Guðmundsson 6 Atli Sigurjónsson 6 Sigurður Marinó Kristjánsson 4 (72. David Disztl -) Sveinn Elías Jónsson 5 Jóhann Helgi Hannesson 5Stjarnan (4-2-3-1): Magnús Karl Pétursson 7 Jóhann Laxdal 6 Daníel Laxdal 6 Nikolaj Hagelskjaer Pedersen 7 Hörður Árnason 6 Björn Pálsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Aron Grétar Jafetsson 5 (75. Bjarki Páll Eysteinsson -) Jesper Jensen 6 Halldór Orri Björnsson 6 (46. Víðir Þorvarðarson 5)Garðar Jóhannsson 7* ML Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira
Stjarnan sótti þrjú stig til Akureyrar í þriðju umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Liðið lagði Þór 0-1 með marki Garðars Jóhannssonar úr vítaspyrnu. Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur og Garðar Jóhannsson átti meðal annars skot eftir aðeins ellefu sekúndur. Það var þó laust og beint á Srjadan Rajkovic í markinu. Stjörnumenn héldu boltanum ágætlega innan liðsins og reyndu að spila sig fram völlinn en áttu þó nokkrar langar sendingar fram á Garðar. Stjörnumenn sóttu mun meira en gekk illa að skapa sér færi. Srjadan varði ágætlega frá Garðari eftir hálftíma leik en annars var lítið um færi. Þórsarar virkuðu stressaðir og negldu boltanum oft fram án minnsta tilefnis. Vörnin var óskipulögð en Garðar gerði henni lífið leitt. Hann lét finna vel fyrir sér fremst. Þórsarar voru hvað eftir annað rangstæðir, alls tíu sinnum. Þeir voru lengi að vakna en áttu ágætan sprett undir lok fyrri hálfleiks, án þess þó að skapa sér færi. Hugsanlega má kalla það hættu við mark Stjörnunnar þegar boltinn var laus í teignum undir lok hálfleiksins en Þórsarar áttu ekkert skot að marki í fyrri hálfleiknum. Fyrri hálfleikur var markalaus og lítið spennandi. Þórsarar fengu dauðafæri í upphafi seinni hálfleiks þegar Sveinn Elías komst einn gegn Magnúsi eftir góða sendingu frá Atla en skot hans fór yfir markið. Skömmu síðar kom fyrsta markið. Eftir fyrirgjöf fór boltinn í hendina á Atla Jens og Þorvaldur dæmdi réttilega víti. Úr spyrnunni skoraði Garðar örugglega. Þórsarar reyndu hvað þeir gátu til að sækja og spila boltanum. Stjarnan pressaði mjög vel og tóku Þórsara þar á eigin bragði. Akureyringarnir voru þekktir fyrir það í fyrra að pressa vel og vinna boltann ofarlega á vellinum. Það gekk ekki í dag. Stjörnumenn sigldu sigrinum heim og var sigurinn sanngjarn. Þórsara vantaði að klára færin en Garðar gerði gæfumuninn fyrir Stjörnuna í dag.Þór – Stjarnan 0-1 0-1 Garðar Jóhannsson (56.)Þórsvöllur. Áhorfendur: 1086Dómari: Þorvaldur Árnason (7)Skot (á mark): 3–11 (2-6)Varin skot: Srdjan 5 – Magnús 2Hornspyrnur: 7–7Aukaspyrnur fengnar: 11–14Rangstöður: 14–2Þór (4-3-3): Srdjan Rajkovic 7 Gísli Páll Helgason 4 Atli Jens Albertsson 4 Þorsteinn Ingason 5 Aleksandar Linta 6 (46. Ingi Freyr Hilmarsson 5) Janez Vrenko 6 (72. Ármann Pétur Ævarsson -) Gunnar Már Guðmundsson 6 Atli Sigurjónsson 6 Sigurður Marinó Kristjánsson 4 (72. David Disztl -) Sveinn Elías Jónsson 5 Jóhann Helgi Hannesson 5Stjarnan (4-2-3-1): Magnús Karl Pétursson 7 Jóhann Laxdal 6 Daníel Laxdal 6 Nikolaj Hagelskjaer Pedersen 7 Hörður Árnason 6 Björn Pálsson 6 Þorvaldur Árnason 6 Aron Grétar Jafetsson 5 (75. Bjarki Páll Eysteinsson -) Jesper Jensen 6 Halldór Orri Björnsson 6 (46. Víðir Þorvarðarson 5)Garðar Jóhannsson 7* ML
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira