Enski boltinn

Roman vill að Hiddink taki við af Arnesen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guus Hiddink.
Guus Hiddink.

Hollendingurinn Guus Hiddink er í miklum metum hjá Chelsea eftir að hafa staðið sig vel sem stjóri félagsins í þrjá mánuði eftir að Luiz Felipe Scolari var rekinn frá félaginu.

Hann hefur margoft verið orðaður við stjórastöðuna á nýjan eik en Hiddink er ekki spenntur fyrir því.

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, gefst samt ekki upp og reynir nú að ráða Hiddink í stað yfirmanns knattspyrnumála en sú staða er laus þar sem að Frank Arnesen hættir í sumar.

Það hafa fleiri verið nefndir í sambandi við stöðuna og þar á meðal Txiki Begiristain hjá Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×