Reglustika lögð yfir Reykjavík: „Þetta er kuldaleg kveðja“ 4. febrúar 2011 13:25 Ingibjörg Kristleifsdóttir segir afleiðingar óvissunnar um sameiningarnar jafnast á við að hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi. Starfsfólk á leiksólum sé andlega úrvinda „Þetta er kuldaleg kveðja sem leikskólastjórnendur fá fyrir hátíðisdag leikskólanna um að það eigi kannski að leggja stöðuna þeirra niður," segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Stjórnendur á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum sem hugmyndir eru uppi um að sameina fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar af hálfu starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi. Árlegur hátíðisdagur leikskólanna, Stóri leikskóladagurinn, er á sunnnudag en vegna þess að hann fellur á helgi er hann víðast hvar haldinn hátíðlegur í dag. „Við reynum að gleðjast í skugga yfirvofandi sameininga," segir Ingibjörg. Ólíkum stefnum skeytt saman „Þær hugmyndir sem ég hef heyrt af virðast bara hafa verið gerðar þannig að reglustika var lögð yfir Reykjavík og svæðunum skipt upp, algjörlega óháð hefðum og menningu innan hvers skóla," segir Ingibjörg. Hún nefnir dæmi um að ein hugmyndin sé að sameina tiltekinn skóla þar sem Hjallastefnan er við lýði og skóla þar sem Reggio-stefnunni er fylgt í leikskólastarfinu. „Þetta gæti hafa verið ögrandi og áhugavert verkefni ef hugmyndin hefði verið að frumkvæði fólksins í skólunu, en þetta er hugmynd sem kemur bara að ofan," segir hún. Ekkert samráð við leikskólakennara Leikskólastjórar hafa fengið að koma tillögum sínum á framfæri við starfshóp um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi, eins og hann heitir, en Ingibjörg gagnrýnir að aðstoðarleikskólastjórar sem og leikskólakennarar hafi ekki fengið að koma að hugmyndavinnunni. Þá segir hún einnig ófá dæmi þess að leikskólastjórar hafi lagt fram raunhæfar hugmyndir við starfshópinn en þeim verið hafnað án skiljanlegra ástæðna. „Þessar breytingar eru bara gerðar ofan frá en ekki á forsendum leikskólastarfsins," segir hún. Þögn ekki sama og samþykki Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar og formaður starfshópsins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hún hefði engin viðbrögð fengið frá leikskólastjórnendum við bréfasendingunni frá í gær, enn sem komið er. „Línurnar hér hafa verið rauðglóandi," segir Ingibjörg. „Þó Oddný hafi ekkert heyrt þá jafngildir það ekki þöglu samþykki," segir hún. „Þessi óvissa og ógn sem hangir yfir er það versta. Það er brútalt að tala um andlegt ofbeldi en þessi óvissa hefur sömu afleiðingar. Fólk er úrvinda út af þessari óvissu," segir hún. Tengdar fréttir Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. 4. febrúar 2011 11:41 Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
„Þetta er kuldaleg kveðja sem leikskólastjórnendur fá fyrir hátíðisdag leikskólanna um að það eigi kannski að leggja stöðuna þeirra niður," segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Stjórnendur á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum sem hugmyndir eru uppi um að sameina fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar af hálfu starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi. Árlegur hátíðisdagur leikskólanna, Stóri leikskóladagurinn, er á sunnnudag en vegna þess að hann fellur á helgi er hann víðast hvar haldinn hátíðlegur í dag. „Við reynum að gleðjast í skugga yfirvofandi sameininga," segir Ingibjörg. Ólíkum stefnum skeytt saman „Þær hugmyndir sem ég hef heyrt af virðast bara hafa verið gerðar þannig að reglustika var lögð yfir Reykjavík og svæðunum skipt upp, algjörlega óháð hefðum og menningu innan hvers skóla," segir Ingibjörg. Hún nefnir dæmi um að ein hugmyndin sé að sameina tiltekinn skóla þar sem Hjallastefnan er við lýði og skóla þar sem Reggio-stefnunni er fylgt í leikskólastarfinu. „Þetta gæti hafa verið ögrandi og áhugavert verkefni ef hugmyndin hefði verið að frumkvæði fólksins í skólunu, en þetta er hugmynd sem kemur bara að ofan," segir hún. Ekkert samráð við leikskólakennara Leikskólastjórar hafa fengið að koma tillögum sínum á framfæri við starfshóp um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi, eins og hann heitir, en Ingibjörg gagnrýnir að aðstoðarleikskólastjórar sem og leikskólakennarar hafi ekki fengið að koma að hugmyndavinnunni. Þá segir hún einnig ófá dæmi þess að leikskólastjórar hafi lagt fram raunhæfar hugmyndir við starfshópinn en þeim verið hafnað án skiljanlegra ástæðna. „Þessar breytingar eru bara gerðar ofan frá en ekki á forsendum leikskólastarfsins," segir hún. Þögn ekki sama og samþykki Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar og formaður starfshópsins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hún hefði engin viðbrögð fengið frá leikskólastjórnendum við bréfasendingunni frá í gær, enn sem komið er. „Línurnar hér hafa verið rauðglóandi," segir Ingibjörg. „Þó Oddný hafi ekkert heyrt þá jafngildir það ekki þöglu samþykki," segir hún. „Þessi óvissa og ógn sem hangir yfir er það versta. Það er brútalt að tala um andlegt ofbeldi en þessi óvissa hefur sömu afleiðingar. Fólk er úrvinda út af þessari óvissu," segir hún.
Tengdar fréttir Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. 4. febrúar 2011 11:41 Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. 4. febrúar 2011 11:41
Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24