Reglustika lögð yfir Reykjavík: „Þetta er kuldaleg kveðja“ 4. febrúar 2011 13:25 Ingibjörg Kristleifsdóttir segir afleiðingar óvissunnar um sameiningarnar jafnast á við að hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi. Starfsfólk á leiksólum sé andlega úrvinda „Þetta er kuldaleg kveðja sem leikskólastjórnendur fá fyrir hátíðisdag leikskólanna um að það eigi kannski að leggja stöðuna þeirra niður," segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Stjórnendur á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum sem hugmyndir eru uppi um að sameina fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar af hálfu starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi. Árlegur hátíðisdagur leikskólanna, Stóri leikskóladagurinn, er á sunnnudag en vegna þess að hann fellur á helgi er hann víðast hvar haldinn hátíðlegur í dag. „Við reynum að gleðjast í skugga yfirvofandi sameininga," segir Ingibjörg. Ólíkum stefnum skeytt saman „Þær hugmyndir sem ég hef heyrt af virðast bara hafa verið gerðar þannig að reglustika var lögð yfir Reykjavík og svæðunum skipt upp, algjörlega óháð hefðum og menningu innan hvers skóla," segir Ingibjörg. Hún nefnir dæmi um að ein hugmyndin sé að sameina tiltekinn skóla þar sem Hjallastefnan er við lýði og skóla þar sem Reggio-stefnunni er fylgt í leikskólastarfinu. „Þetta gæti hafa verið ögrandi og áhugavert verkefni ef hugmyndin hefði verið að frumkvæði fólksins í skólunu, en þetta er hugmynd sem kemur bara að ofan," segir hún. Ekkert samráð við leikskólakennara Leikskólastjórar hafa fengið að koma tillögum sínum á framfæri við starfshóp um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi, eins og hann heitir, en Ingibjörg gagnrýnir að aðstoðarleikskólastjórar sem og leikskólakennarar hafi ekki fengið að koma að hugmyndavinnunni. Þá segir hún einnig ófá dæmi þess að leikskólastjórar hafi lagt fram raunhæfar hugmyndir við starfshópinn en þeim verið hafnað án skiljanlegra ástæðna. „Þessar breytingar eru bara gerðar ofan frá en ekki á forsendum leikskólastarfsins," segir hún. Þögn ekki sama og samþykki Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar og formaður starfshópsins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hún hefði engin viðbrögð fengið frá leikskólastjórnendum við bréfasendingunni frá í gær, enn sem komið er. „Línurnar hér hafa verið rauðglóandi," segir Ingibjörg. „Þó Oddný hafi ekkert heyrt þá jafngildir það ekki þöglu samþykki," segir hún. „Þessi óvissa og ógn sem hangir yfir er það versta. Það er brútalt að tala um andlegt ofbeldi en þessi óvissa hefur sömu afleiðingar. Fólk er úrvinda út af þessari óvissu," segir hún. Tengdar fréttir Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. 4. febrúar 2011 11:41 Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
„Þetta er kuldaleg kveðja sem leikskólastjórnendur fá fyrir hátíðisdag leikskólanna um að það eigi kannski að leggja stöðuna þeirra niður," segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður Félags stjórnenda leikskóla. Stjórnendur á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum sem hugmyndir eru uppi um að sameina fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar af hálfu starfshóps um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi. Árlegur hátíðisdagur leikskólanna, Stóri leikskóladagurinn, er á sunnnudag en vegna þess að hann fellur á helgi er hann víðast hvar haldinn hátíðlegur í dag. „Við reynum að gleðjast í skugga yfirvofandi sameininga," segir Ingibjörg. Ólíkum stefnum skeytt saman „Þær hugmyndir sem ég hef heyrt af virðast bara hafa verið gerðar þannig að reglustika var lögð yfir Reykjavík og svæðunum skipt upp, algjörlega óháð hefðum og menningu innan hvers skóla," segir Ingibjörg. Hún nefnir dæmi um að ein hugmyndin sé að sameina tiltekinn skóla þar sem Hjallastefnan er við lýði og skóla þar sem Reggio-stefnunni er fylgt í leikskólastarfinu. „Þetta gæti hafa verið ögrandi og áhugavert verkefni ef hugmyndin hefði verið að frumkvæði fólksins í skólunu, en þetta er hugmynd sem kemur bara að ofan," segir hún. Ekkert samráð við leikskólakennara Leikskólastjórar hafa fengið að koma tillögum sínum á framfæri við starfshóp um greiningu tækifæra til endurskipulagningar á skóla- og frístundastarfi, eins og hann heitir, en Ingibjörg gagnrýnir að aðstoðarleikskólastjórar sem og leikskólakennarar hafi ekki fengið að koma að hugmyndavinnunni. Þá segir hún einnig ófá dæmi þess að leikskólastjórar hafi lagt fram raunhæfar hugmyndir við starfshópinn en þeim verið hafnað án skiljanlegra ástæðna. „Þessar breytingar eru bara gerðar ofan frá en ekki á forsendum leikskólastarfsins," segir hún. Þögn ekki sama og samþykki Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar og formaður starfshópsins, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að hún hefði engin viðbrögð fengið frá leikskólastjórnendum við bréfasendingunni frá í gær, enn sem komið er. „Línurnar hér hafa verið rauðglóandi," segir Ingibjörg. „Þó Oddný hafi ekkert heyrt þá jafngildir það ekki þöglu samþykki," segir hún. „Þessi óvissa og ógn sem hangir yfir er það versta. Það er brútalt að tala um andlegt ofbeldi en þessi óvissa hefur sömu afleiðingar. Fólk er úrvinda út af þessari óvissu," segir hún.
Tengdar fréttir Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. 4. febrúar 2011 11:41 Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Oddný: Ekki tímabært að opinbera hugmyndirnar Stjórnendur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum í Reykjavík, sem hugmyndir hafa komið fram um að verði sameinaðir öðrum skólum, fengu í gær bréf þar sem hugmyndirnar voru kynntar. 4. febrúar 2011 11:41
Rýnt í hugmyndir um sameiningu leikskóla Verið er að kynna fyrir leikskóla- og grunnskólastjórum og stjórnendum frístundastarfs í borginni hugmyndir um sameiningu skólastofnana og frístundaheimila. Alls er um að ræða á sjötta tug hugmynda sem eru afrakstur af vinnu starfshóps um um greiningu tækifæra til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna og samráðsferlis undanfarinna mánaða meðal stjórnenda, foreldra og starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs. Nú rýna 120 manns í 12 rýnihópum foreldra og starfsfólks sömu hugmyndir. Starfshópur um greiningu tækifæri til sameiningar stofnana í lærdómsumhverfi barna, hóf störf í nóvember og skilar hann tillögum sínum síðar í þessum mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 4. febrúar 2011 11:24