Var gaurinn sem gaf aldrei boltann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. september 2011 07:00 Kjartan Henry fór úr axlarlið í leiknum gegn ÍBV en hann kláraði samt leikinn og tryggði KR afar mikilvægt stig. Mynd/Daníel KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason sýndi af sér einstaka karlmennsku í leiknum gegn ÍBV á mánudag. Hann fór þá úr axlarlið í leiknum. Hann lét kippa öxlinni aftur í liðinn, kom inn á völlinn og kláraði leikinn. Það sem meira er; hann spilaði vel og tryggði KR gríðarlega mikilvægt stig með laglegu skallamarki. „Ég fer til sjúkraþjálfara þrisvar á dag. Það er allt gert til þess að koma sér í stand fyrir leikinn. Ég er miklu verri í dag [í gær] en ég var á þriðjudag. Þetta er eins og harðsperrur. Þetta er verst tveimur dögum eftir átak," segir Kjartan Henry. KR á gríðarlega mikilvægan leik í kvöld gegn Keflavík. Leik sem KR hefur átt inni lengi. Sigur þar kemur KR-ingum í ansi vænlega stöðu í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég verð að vera klár í leikinn. Það er svo lítið eftir að ég verð að klára það sem ég byrjaði á. Það er ekkert tæpt að ég verði með. Ég ætla að vera með. Ég er búinn að leggja of mikið á mig til þess að missa af leik núna," segir Kjartan, en hann verður síðan í leikbanni á sunnudag er KR spilar gegn Fylki. Kjartan Henry hefur ekki bara verið að glíma við axlarmeiðsli því hann fékk kinnholusýkingu í aðdraganda ÍBV-leiksins. Var settur á sýklalyf og gat ekkert æft fyrir stórleikinn í Eyjum. „Ég hef ekkert getað tekið verkjatöflur út af sýklalyfjunum. Ég fékk sýklalyf í æð þrisvar á dag í þrjá daga fyrir ÍBV-leikinn. Ég kannski geymi verkjatöfluna þangað til fyrir leik. Þá kannski tek ég eina sterka," segir Kjartan léttur, en hann tekur ekki í mál að missa af einni einustu mínútu sem er enn í boði í sumar. „Það er búið að tala mikið um þennan Keflavíkurleik. Við eigum hann ekkert inni og hvað þá stigin. Við höfum ekki náð góðum úrslitum upp á síðkastið og búumst við mjög erfiðum leik gegn Keflavík. Það er aldrei neitt gefins gegn Willum. Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið og verður vonandi besta skemmtun," segir Kjartan, en KR getur í fyrsta skipti í langan tíma stillt upp sínu sterkasta liði í kvöld. Er að þroskast sem leikmaðurMynd/ValliKjartan Henry er næstmarkahæstur í deildinni með tólf mörk, einu marki minna en Stjörnumaðurinn Garðar Jóhannsson. „Ég er mjög sáttur við sumarið. Hef fengið að spila alla leikina og það er gott að fá traust frá þjálfaranum. Ég hef aðeins verið að spila út úr stöðu á kantinum og það hefur gengið ágætlega og hentað liðinu vel. Mér finnst líka orðið skemmtilegt að leggja upp mörk. Hef átt nokkra fína bolta fyrir. Ég er samt svekktur að vera ekki búinn að skora meira. Ég ætti að vera kominn með fleiri mörk," segir Kjartan, en hann telur sig vera að þroskast sem leikmann. „Ég var alltaf þekktur fyrir að vera gaurinn sem vildi aldrei gefa boltann. Ég vildi frekar skora sjálfur. Það hefur aðeins breyst og ég er farinn að hugsa meira um liðið. Það var kominn tími til." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason sýndi af sér einstaka karlmennsku í leiknum gegn ÍBV á mánudag. Hann fór þá úr axlarlið í leiknum. Hann lét kippa öxlinni aftur í liðinn, kom inn á völlinn og kláraði leikinn. Það sem meira er; hann spilaði vel og tryggði KR gríðarlega mikilvægt stig með laglegu skallamarki. „Ég fer til sjúkraþjálfara þrisvar á dag. Það er allt gert til þess að koma sér í stand fyrir leikinn. Ég er miklu verri í dag [í gær] en ég var á þriðjudag. Þetta er eins og harðsperrur. Þetta er verst tveimur dögum eftir átak," segir Kjartan Henry. KR á gríðarlega mikilvægan leik í kvöld gegn Keflavík. Leik sem KR hefur átt inni lengi. Sigur þar kemur KR-ingum í ansi vænlega stöðu í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég verð að vera klár í leikinn. Það er svo lítið eftir að ég verð að klára það sem ég byrjaði á. Það er ekkert tæpt að ég verði með. Ég ætla að vera með. Ég er búinn að leggja of mikið á mig til þess að missa af leik núna," segir Kjartan, en hann verður síðan í leikbanni á sunnudag er KR spilar gegn Fylki. Kjartan Henry hefur ekki bara verið að glíma við axlarmeiðsli því hann fékk kinnholusýkingu í aðdraganda ÍBV-leiksins. Var settur á sýklalyf og gat ekkert æft fyrir stórleikinn í Eyjum. „Ég hef ekkert getað tekið verkjatöflur út af sýklalyfjunum. Ég fékk sýklalyf í æð þrisvar á dag í þrjá daga fyrir ÍBV-leikinn. Ég kannski geymi verkjatöfluna þangað til fyrir leik. Þá kannski tek ég eina sterka," segir Kjartan léttur, en hann tekur ekki í mál að missa af einni einustu mínútu sem er enn í boði í sumar. „Það er búið að tala mikið um þennan Keflavíkurleik. Við eigum hann ekkert inni og hvað þá stigin. Við höfum ekki náð góðum úrslitum upp á síðkastið og búumst við mjög erfiðum leik gegn Keflavík. Það er aldrei neitt gefins gegn Willum. Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið og verður vonandi besta skemmtun," segir Kjartan, en KR getur í fyrsta skipti í langan tíma stillt upp sínu sterkasta liði í kvöld. Er að þroskast sem leikmaðurMynd/ValliKjartan Henry er næstmarkahæstur í deildinni með tólf mörk, einu marki minna en Stjörnumaðurinn Garðar Jóhannsson. „Ég er mjög sáttur við sumarið. Hef fengið að spila alla leikina og það er gott að fá traust frá þjálfaranum. Ég hef aðeins verið að spila út úr stöðu á kantinum og það hefur gengið ágætlega og hentað liðinu vel. Mér finnst líka orðið skemmtilegt að leggja upp mörk. Hef átt nokkra fína bolta fyrir. Ég er samt svekktur að vera ekki búinn að skora meira. Ég ætti að vera kominn með fleiri mörk," segir Kjartan, en hann telur sig vera að þroskast sem leikmann. „Ég var alltaf þekktur fyrir að vera gaurinn sem vildi aldrei gefa boltann. Ég vildi frekar skora sjálfur. Það hefur aðeins breyst og ég er farinn að hugsa meira um liðið. Það var kominn tími til."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti