Innlent

Helmingur á móti staðsetningu hátæknisjúkrahúss

Tölvuteikning af hátæknisjúkrahúsinu við Hringbraut.
Tölvuteikning af hátæknisjúkrahúsinu við Hringbraut. mynd úr safni
Rúmur helmingur þjóðarinnar er andvígur staðsetningu nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut, samkvæmt könnun MMR. Tvöfalt fleiri eru mjög andvígir staðsetningunni en mjög hlynntir en lítill munur er á afstöðu fólks eftir búsetu en hann er mikill eftir aldri.

MMR kannaði afstöðu til fólks til staðsetningar á sjúkrahúsinu við Hringbraut og af þeim sem töku afstöðu sögðu 51,9 prósent vera andvíg staðsetningunni og 48,1 prósent vera hlynnt henni.

Spurt var:„Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú staðsetningu nýs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut"?

Svarmöguleikar voru:„Mjög hlynnt(ur), frekar hlynnt(ur), frekar andvíg(ur), mjög andvíg(ur) og veit ekki/vil ekki svara".

Samtals tóku 77,8% afstöðu til spurningarinnar.

Nánar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×