Enski boltinn

Ancelotti: Roman beitir mig ekki neinum þrýstingi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að ekkert sé hæft í þeim endalausu slúðursögum að Roman Abramovich, eigandi Chelsea, beiti hann þrýstingi til þess að velja ákveðna menn í byrjunarlið Chelsea.

Horfa menn þar helst til Fernando Torres sem hefur mikið spilað þó svo honum hafi ekki enn tekist að skora fyrir félagið.

"Roman er gáfaðri en svo að biðja mig um slíkt. Það er ekkert víst að Fernando byrji gegn Man. Utd eftir helgi. Ég ber leikmenn ekki saman eftir því hvað þeir kosta heldur öllu öðru sem máli skiptir," sagði Ancelotti.

"Torres er harðduglegur og leggur sig vel fram, skilar sínu til liðsins þó svo hann sé ekki byrjaður að skora. Þetta mun koma hjá honum en það er engin pressa á honum að skora í hverjum leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×