Enski boltinn

Wenger: Annað sætið yrði ekkert stórslys

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Eitthvað virðist baráttuþrekið vera farið að þverra hjá Arsene Wenger, stjóra Arsenal, því hann er byrjaður að tala um að það verði ekkert stórslys fari svo að Arsenal endi í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Það hefur gengið hörmulega hjá Arsenal síðustu vikur þar sem liðið hefur tapað hverjum lykilleiknum á fætur öðrum og Skytturnar eru úr leik í öllum keppnum nema baráttunni um enska meistaratitilinn.

"Miðað við aldur liðsins erum við að standa okkur vel. Erum í öðru sæti. Er það eitthvað stórslys? Það eru lið í deildinni sem eyða tíu sinnum meira en við og eru samt á eftir okkur. Ég skil ekki hvernig fólk hugsar stundum," sagði Wenger.

"Við skulum fara okkur hægt í yfirlýsingum. Við erum í öðru sæti og það er enginn skandall. Hvar er skynsemin? Sum liðin á eftir okkur hafa ekkert gert í 20 ár en fá samt mikið hrós allt í einu núna. Ég skil það ekki. Við eigum átta leiki eftir og ætlum að berjast til enda."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×