Enski boltinn

Everton skellti Úlfunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Phil Neville skorar hér í dag.
Phil Neville skorar hér í dag.
Það syrti enn frekar í álinn hjá Wolves í dag þegar félagið steinlá á heimavelli, 0-3, gegn Everton sem var án margra manna.

Jermaine Beckford kom Everton yfir á 20. mínútu og Phil Neville bætti öðru marki við á 39. mínútu. Það var síðan Diniyar Bilyaletdinov sem kláraði dæmið á 44. mínútu.

Everton er í sjöunda sæti deildarinnar en Wolves í næstneðsta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×