Rangt að standa í aðildarviðræðum og við eigum að hætta því Boði Logason skrifar 14. ágúst 2011 13:41 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins Mynd/Pjetur „Ég hef aldrei skynjað annað eins ákall um að koma ríkisstjórninni frá og skipta um stefnu í ríkisstjórninni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagði hann einnig að hann vildi að aðildarviðræðum við Evrópusambandið yrði hætt. Bjarni var gestur Sigurjóns M. Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón spurði Bjarna hvort honum fyndist óþægilegt að tveir fyrrum formenn Sjálfstæðisflokksins væru áhrifamenn í íslenskri pólitík í dag, en þar átti hann við þá Þorstein Pálsson og Davíð Oddsson. Bjarni rifjaði upp sögu úr Íslandsklukkunni sem er á þann veg að fjall fyrir norðan héti sitthvoru nafninu eftir því hvaðan væri horft á það. „Og varðandi þetta, þá fer það nú allt eftir því hvernig þú horfir á þetta mál, hvort að það sé vandamál eða kostur. Ég gæti alveg setið hérna og sagt við þig Sigurjón, að þetta sé kostur. Að það sé kostur að það sé pláss fyrir jafn breið sjónarmið af skoðunum innan Sjálfstæðisflokksins," sagði Bjarni. „Ef þú ert að spyrja mig að því hvort að mér finnist óþægilegt að að hafa marga virka fyrrum formenn á ritvellinum, þá hef ég ekki sérstaklega fundið fyrir því. Staðreyndin er sú að þeir hafa hver með sínum hætti alltaf verið með ákveðinn kjarna í sínum skrifum sem er kjarnastefna Sjálfstæðisflokksins. Og ég er ánægður með að hún sé í umræðunni og að hún komist að." Bjarni sagði að hugmyndafræðilegur ágreiningur Þorsteins og Davíðs snerist nær aðallega um Evrópusambandið. „Það sem þú ert í raun og veru að vísa til eru átökin um aðildarumsóknin að Evrópusambandinu." Bjarni sagði að Davíð og Þorsteinn hefðu hvor sinn stílinn. „En átakalínurnar eru fyrst og fremst um framtíð Íslands og tengsl við Evrópusambandið, hvort það sé rétt að stíga skrefið til fulls og ganga inn í Evrópusambandið. Ég er ekki á þeirri skoðun. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda okkur utan Evrópusambandsins og það sé rangt að standa í aðildarviðræðum í dag og við eigum að hætta því. Í grunninn, eins og ég horfi á það er málefnlegur ágreiningur ekki um neitt annað. Enda sátu þessir menn saman í flokki sem formaður og varaformaður, þeir sátu saman í ríkisstjórn og eiga að öðru leyti í öllum meginatriðum mjög mikla samleið," sagði Bjarni. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í haust og sagði Bjarni að hann ætli að bjóða sig fram aftur. Spurður hvort hann eigi von á mótframboði í formannsstólinn á fundinum sagði Bjarni: „Eins og ég sagði við þig áðan, þá hefur mér þótt flokkurinn vera í sókn. Mér finnst gengi flokksins hafa verið ágætt í þessi tvö ár sem ég hef stýrt flokknum. Mér finnst ekki vera neitt tilefni til að vera með uppreisn innan Sjálfstæðisflokksins, ég hefði helst vilja sjá landsfundinn snúast um málefnin og skilaboð okkar út til þjóðarinnar. En maður útilokar aldrei neitt, maður veit aldrei hverju maður á von á í næstu viku í stjórnmálum," sagði Bjarni. Og hann ætlar að bjóða sig fram aftur. „Já, ég mun gera það. Ég lít þannig á að ég sé í miðju verki, þannig er það í þessu starfi að það má aldrei gefa slakan," sagði Bjarni.Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.Fyrri hlutiSeinni hluti Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira
„Ég hef aldrei skynjað annað eins ákall um að koma ríkisstjórninni frá og skipta um stefnu í ríkisstjórninni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagði hann einnig að hann vildi að aðildarviðræðum við Evrópusambandið yrði hætt. Bjarni var gestur Sigurjóns M. Egilsson í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Sigurjón spurði Bjarna hvort honum fyndist óþægilegt að tveir fyrrum formenn Sjálfstæðisflokksins væru áhrifamenn í íslenskri pólitík í dag, en þar átti hann við þá Þorstein Pálsson og Davíð Oddsson. Bjarni rifjaði upp sögu úr Íslandsklukkunni sem er á þann veg að fjall fyrir norðan héti sitthvoru nafninu eftir því hvaðan væri horft á það. „Og varðandi þetta, þá fer það nú allt eftir því hvernig þú horfir á þetta mál, hvort að það sé vandamál eða kostur. Ég gæti alveg setið hérna og sagt við þig Sigurjón, að þetta sé kostur. Að það sé kostur að það sé pláss fyrir jafn breið sjónarmið af skoðunum innan Sjálfstæðisflokksins," sagði Bjarni. „Ef þú ert að spyrja mig að því hvort að mér finnist óþægilegt að að hafa marga virka fyrrum formenn á ritvellinum, þá hef ég ekki sérstaklega fundið fyrir því. Staðreyndin er sú að þeir hafa hver með sínum hætti alltaf verið með ákveðinn kjarna í sínum skrifum sem er kjarnastefna Sjálfstæðisflokksins. Og ég er ánægður með að hún sé í umræðunni og að hún komist að." Bjarni sagði að hugmyndafræðilegur ágreiningur Þorsteins og Davíðs snerist nær aðallega um Evrópusambandið. „Það sem þú ert í raun og veru að vísa til eru átökin um aðildarumsóknin að Evrópusambandinu." Bjarni sagði að Davíð og Þorsteinn hefðu hvor sinn stílinn. „En átakalínurnar eru fyrst og fremst um framtíð Íslands og tengsl við Evrópusambandið, hvort það sé rétt að stíga skrefið til fulls og ganga inn í Evrópusambandið. Ég er ekki á þeirri skoðun. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að halda okkur utan Evrópusambandsins og það sé rangt að standa í aðildarviðræðum í dag og við eigum að hætta því. Í grunninn, eins og ég horfi á það er málefnlegur ágreiningur ekki um neitt annað. Enda sátu þessir menn saman í flokki sem formaður og varaformaður, þeir sátu saman í ríkisstjórn og eiga að öðru leyti í öllum meginatriðum mjög mikla samleið," sagði Bjarni. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í haust og sagði Bjarni að hann ætli að bjóða sig fram aftur. Spurður hvort hann eigi von á mótframboði í formannsstólinn á fundinum sagði Bjarni: „Eins og ég sagði við þig áðan, þá hefur mér þótt flokkurinn vera í sókn. Mér finnst gengi flokksins hafa verið ágætt í þessi tvö ár sem ég hef stýrt flokknum. Mér finnst ekki vera neitt tilefni til að vera með uppreisn innan Sjálfstæðisflokksins, ég hefði helst vilja sjá landsfundinn snúast um málefnin og skilaboð okkar út til þjóðarinnar. En maður útilokar aldrei neitt, maður veit aldrei hverju maður á von á í næstu viku í stjórnmálum," sagði Bjarni. Og hann ætlar að bjóða sig fram aftur. „Já, ég mun gera það. Ég lít þannig á að ég sé í miðju verki, þannig er það í þessu starfi að það má aldrei gefa slakan," sagði Bjarni.Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.Fyrri hlutiSeinni hluti
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sjá meira