Lífið

Jakob hertók heila bókabúð

Útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson er landsþekkt eftirherma og þykir ná Jakobi Frímanni óaðfinnanlega. Stuðmaðurinn heiðraði hann fyrir frammistöðuna í eftirhermukeppninni.Fréttablaðið/Stefán
Útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson er landsþekkt eftirherma og þykir ná Jakobi Frímanni óaðfinnanlega. Stuðmaðurinn heiðraði hann fyrir frammistöðuna í eftirhermukeppninni.Fréttablaðið/Stefán
Rithöfundarnir Páll Valsson og Hallgrímur Helgason fylgdust sposkir með.
Það var margt um manninn í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg á föstudag þegar ævisögu Jakobs Frímanns Magnússonar var fagnað. Ævisagan, Með sumt á hreinu, kom út í síðustu viku og hefur fengið góðar viðtökur í fjölmiðlum. Nokkrir þekktir grínistar hermdu eftir Jakobi af þessu tilefni og var mikið hlegið í búðinni.

Karl Sigurðsson úr Baggalúti og borgarstjórn og Karl Örvarsson tónlistarmaður með meiru.
Jakob Frímann heiðraði eftirhermur sínar, en þeirra á meðal voru Ari Eldjárn, Sigurjón Kjartansson og Kristján Freyr Halldórsson, verslunarstjóri í Máli og menningu.
Valgeir Guðjónsson er ein aðalpersónan í bók Jakobs og gat því ekki látið sig vanta.
Útgefandinn Jóhann Páll Valdimarsson taldi vissara að hafa stóru linsuna á myndavélinni við þetta tækifæri.
Reynir Traustason, ritstjóri DV, hefur grennst svo á fjallgöngum síðasta árið að fæstir þekktu hann í hófinu.
Ómar Ragnarsson steig á stokk. Skömmu síðar fækkaði hann fötum og lék eftir búkslátt sem Jakob varð frægur fyrir á árum áður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.