María Ellingsen og Eivör fóru í sjósund í Færeyjum 17. nóvember 2011 22:00 María Ellingsen og félagar skelltu sér í sjósund í Færeyjum og höfðu gaman af. María Ellingsen, Eivör Pálsdóttir og félagar skelltu sér í sjósund í Færeyjum eftir sýningu á dansverkinu Ferðalag Fönixins. „Þetta var ótrúlega gaman," segir leikkonan María Ellingsen, sem er nýkomin heim frá Færeyjum þar sem hún, ásamt félögum sínum, sýndi dansleikhúsverkið Ferðalag Fönixins. Auk Maríu eru í hópnum söngkonan Eivör Pálsdóttir, Reijo Kela dansari, Snorri Hilmarsson leikmyndahönnuður, Filippía Elísdóttir búningahönnuður og Björn B. Guðmundsson ljósahönnuður. Blanda þau tónlist, dans, leiklist og myndlist saman í eina heild. „Þetta var í annað skiptið sem við Eivör förum með sýningu til Færeyja," segir María en þessi sami hópur sýndi þar Úlfhamssögu fyrir nokkrum árum. „Það er ekki á hverjum degi sem Eivör er í leikriti. Hún var rosa spennt og vildi hafa þetta alveg hundrað prósent og vakti langt fram á nótt við að fínpússa öll smáatriði," segir hún. Viðtökurnar voru hreint út sagt frábærar. „Leikhús- og danshefð er ekki mikil í Færeyjum en það var algjörlega uppselt. Þetta var 400 manna salur og það var alveg troðið, sem er alveg magnað því þetta er tilraunakennt stykki og óvenjulegt. Við fengum rosalega mikil viðbrögð. Fólk ætlaði aldrei að fara. Það staldraði við og vildi tala um þetta. Þetta snerti fólk mjög djúpt." Daginn eftir bauð Eivör og umboðskona hennar, Sigvör, hópnum heim í þorpið þeirra, Götu, og drifu alla í sjósund og svo var slegið upp veislu með þurrkuðum hval, skerpikjöti og harðfiski. Eivör kvaddi hópinn með því að sýna þeim kirkjuna í Götu og söng gömlu sálmana sem hún söng þar sem barn með afa sínum. „Það var mögnuð stund. Þetta var mjög persónulegt augnablik þegar hún söng fyrir okkur í rökkrinu." Næst var ferðinni heitið til Finnlands án Eivarar þar sem verkið var sýnt utandyra. „Það var spennandi að hafa lyng og mosa sem undirlag. En það var þónokkuð kalt og maður var svolítið rispaður og marinn eftir þetta," segir María. Ferðalag Fönixins verður sýnt aftur í Borgarleikhúsinu í vetur og hyggst hópurinn síðan ferðast víðar með verkið. freyr@frettabladid.is Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
María Ellingsen, Eivör Pálsdóttir og félagar skelltu sér í sjósund í Færeyjum eftir sýningu á dansverkinu Ferðalag Fönixins. „Þetta var ótrúlega gaman," segir leikkonan María Ellingsen, sem er nýkomin heim frá Færeyjum þar sem hún, ásamt félögum sínum, sýndi dansleikhúsverkið Ferðalag Fönixins. Auk Maríu eru í hópnum söngkonan Eivör Pálsdóttir, Reijo Kela dansari, Snorri Hilmarsson leikmyndahönnuður, Filippía Elísdóttir búningahönnuður og Björn B. Guðmundsson ljósahönnuður. Blanda þau tónlist, dans, leiklist og myndlist saman í eina heild. „Þetta var í annað skiptið sem við Eivör förum með sýningu til Færeyja," segir María en þessi sami hópur sýndi þar Úlfhamssögu fyrir nokkrum árum. „Það er ekki á hverjum degi sem Eivör er í leikriti. Hún var rosa spennt og vildi hafa þetta alveg hundrað prósent og vakti langt fram á nótt við að fínpússa öll smáatriði," segir hún. Viðtökurnar voru hreint út sagt frábærar. „Leikhús- og danshefð er ekki mikil í Færeyjum en það var algjörlega uppselt. Þetta var 400 manna salur og það var alveg troðið, sem er alveg magnað því þetta er tilraunakennt stykki og óvenjulegt. Við fengum rosalega mikil viðbrögð. Fólk ætlaði aldrei að fara. Það staldraði við og vildi tala um þetta. Þetta snerti fólk mjög djúpt." Daginn eftir bauð Eivör og umboðskona hennar, Sigvör, hópnum heim í þorpið þeirra, Götu, og drifu alla í sjósund og svo var slegið upp veislu með þurrkuðum hval, skerpikjöti og harðfiski. Eivör kvaddi hópinn með því að sýna þeim kirkjuna í Götu og söng gömlu sálmana sem hún söng þar sem barn með afa sínum. „Það var mögnuð stund. Þetta var mjög persónulegt augnablik þegar hún söng fyrir okkur í rökkrinu." Næst var ferðinni heitið til Finnlands án Eivarar þar sem verkið var sýnt utandyra. „Það var spennandi að hafa lyng og mosa sem undirlag. En það var þónokkuð kalt og maður var svolítið rispaður og marinn eftir þetta," segir María. Ferðalag Fönixins verður sýnt aftur í Borgarleikhúsinu í vetur og hyggst hópurinn síðan ferðast víðar með verkið. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira