Lífið

Óttar Guðnason vinnur með John Cusack

Óttars Óttar Guðnason verður væntanlega tökumaður í hasarmyndinni The Numbers Station eftir danska leikstjórann Kasper Barfoed.
Óttars Óttar Guðnason verður væntanlega tökumaður í hasarmyndinni The Numbers Station eftir danska leikstjórann Kasper Barfoed.
Óttar Guðnason verður, samkvæmt vefsíðunni imdb.com, kvikmyndatökumaður á hasarmyndinni The Numbers Station eftir danska leikstjórann Kasper Barfoed. Framleiðendur eru meðal annars bræðurnir Bryan Furst og Sean Furst en þeir eiga meðal annars endurgerðarréttinn að Mýrinni eftir Baltsar Kormák.

Nýlega var greint frá því að John Cusack hefði tekið við aðalhlutverkinu af Ethan Hawke en leiðir Cusack og Óttars hafa áður átt að liggja saman; Cusack átti að leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Stopping Power eftir Jan De Bont þar sem Óttar átti að stjórna kvikmyndatökunum. Hætt var við þá mynd vegna þess hversu erfiðlega gekk að fjármagna myndina.

Aðalkvenhlutverkið verður í höndunum á Malin Akerman sem kvikmyndasérfræðingar ættu að þekkja úr kvikmyndunum Couples Reatreat, 27 Dresses og Heartbreak Kid en þar lék hún sérvitringslega unnustu Ben Stiller. Hún er jafnframt sögð eiga að taka við hlutverki Lindu Lovelace af sjálfri Lindsay Lohan.

Malin Akerman og John Cusack leika aðalhlutverkin.
Þetta verður ekki fyrsta Hollywood-kvikmynd Óttars því hann sá um kvikmyndatökuna í Love, Wedding, Marriage eftir Dermot Mulroney og Inhale eftir Baltasar Kormák.

Hann átti jafnframt að sjá um kvikmyndatökuna í stórmyndinni Mulan fyrir ári síðan sem De Bont átti að leikstýra en sú mynd var sleginn af eftir töluverðan undirbúning. -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.