Lífið

Valgerður Guðnadóttir í Eurovision-þætti

Valgerður Guðnadóttir, Hera Björk og Eiríkur Hauksson skipa nýja dómnefnd Eurovision-þáttarins Alla leið. Fulltrúar FÁSES verða áhorfendur í sal.
Valgerður Guðnadóttir, Hera Björk og Eiríkur Hauksson skipa nýja dómnefnd Eurovision-þáttarins Alla leið. Fulltrúar FÁSES verða áhorfendur í sal.
„Eiki er aðal-töffarinn með stóru T-i og við Hera þekkjumst vel þannig að þetta verður mikið stuð,“ segir Valgerður Guðnadóttir söngkona.

Valgerður mun ásamt Eiríki Haukssyni og Heru Björk skipa dómnefndina frægu í sjónvarpsþættinum Alla leið. Reynir Þór Reynisson verður reynslubolti þáttarins en mun ekki hafa atkvæðisrétt. Það hafa hins vegar áhorfendur í sal sem verða meðlimir í íslenska Eurovision-klúbbnum, FÁSES, en hann var stofnaður fyrir skömmu eins og Fréttablaðið greindi frá.

Það olli töluverðum taugatitringi hjá Eurovision-njörðum þegar Páll Óskar Hjálmtýsson lýsti því yfir við Fréttablaðið að hann væri hættur með sjónvarpsþáttinn Alla leið sem var einn vinsælasti sjónvarpsþáttur landsins þegar hann var á skjánum. RÚV hyggst nú sefa þær áhyggjur með nýju fólki og eilítið breyttum áherslum. Til að mynda er verið að skoða þann möguleika að fá fulltrúa úr heimi sígildrar tónlistar til að gefa sitt álit á lögunum.

Valgerður segist alltaf hafa haft gaman af Eurovision en hún hafi ekki sökkt sér ofan í sögu keppninnar né muni öll sigurlögin. „Ég mun því nálgast keppina svolítið utan frá og kom eilítið fersk inn í hana,“ segir Valgerður og bætir því við að það verði ákaflega gott að hafa Heru og Eirík sér við hlið. Bæði tvö hafa auðvitað keppt fyrir Íslands hönd auk þess sem Eiríkur var fulltrúi Íslands í norrænu útgáfunni af þáttunum. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.