Lífið

Drepur í fyrir börnin

Þær Shiloh og Zahara urðu fyrir vonbrigðum með föður sinn, Brad Pitt, er þær komu að honum reykjandi. Leikarinn ætlar að hætta þessum ósið.Nordicphotos/getty
Þær Shiloh og Zahara urðu fyrir vonbrigðum með föður sinn, Brad Pitt, er þær komu að honum reykjandi. Leikarinn ætlar að hætta þessum ósið.Nordicphotos/getty
Leikarinn Brad Pitt skammast sín ógurlega eftir að dætur hans, Zahara og Shiloh, komu að honum reykjandi úti á tröppum. Pitt á eflaust erfitt með að finna sér stað á heimilinu þar sem hann getur reykt óáreittur enda á hann sex börn með leikkonunni Angelinu.

Atvikið átti sér stað í húsi fjölskyldunnar í Búdapest þar sem Pitt er við tökur, en dæturnar urðu víst fyrir miklum vonbrigðum með föður sinn, sem hefur ávallt kennt þeim að reykingar séu skaðlegar. Pitt leitar því allra leiða til að hætta þessum ósið, meðal annars hefur hann farið í dáleiðslu og birgt sig upp af nikótínplástrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.