Lífið

Svanasöngur Amy Winehouse

Amy Winehouse lést fyrr á þessu ári en ný plata frá henni kemur út í desember.
Amy Winehouse lést fyrr á þessu ári en ný plata frá henni kemur út í desember.
Ný plata með söngkonunni Amy Winehouse kemur út í byrjun desember, en hún lést fyrr á þessu ári vegna ofneyslu áfengis.

Upptökustjórarnir Mark Ronson og Salaam Remi lögðu lokahönd á lögin sem Winehouse var byrjuð að taka upp þegar hún lést. Platan hefur hlotið nafnið Lioness: Hidden Treasures.

Platan inniheldur meðal annars útgáfur Winehouse af lögunum Will You Still Love Me Tomorrow með The Shirelles, A Song For You með Donny Hathaway og Our Day Will Come með Ruby & The Romantics. Þá inniheldur platan nýjar útgáfur af Valerie og Tears Dry on Their Own ásamt Body & Soul, sem Winehouse söng með Tony Bennett skömmu áður en hún lést.

Loks verða nokkur óútgefin lög sem söngkonan tók upp áður en fyrsta plata hennar, Frank, kom út. Hluti af ágóða plötunnar rennur í Amy Winehouse-góðgerðarsjóðinn, sem var stofnaður henni til heiðurs eftir að hún lést.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.