Bankar áhrifavaldar á olíumarkaði 1. nóvember 2011 06:00 Tvö af þremur stærstu olíufélögum landsins hafa lent í fangi viðskiptabanka sinna á undanförnum árum. Það þriðja á í rekstrarerfiðleikum og er í viðræðum um fjárhagslega endurskipulagningu. Fréttablaðið heldur áfram umfjöllun sinni um samkeppnismarkaði eftir hrun. Olís tapaði 66 milljónum króna í fyrra og skuldaði 15,1 milljarð króna um síðustu áramót. Fyrirtækið á í viðræðum við viðskiptabanka sinn, Landsbankann, um fjárhagslega endurskipulagningu og vafi kann að leika um rekstrarhæfi fyrirtækisins. Eigið fé Olís var jákvætt um 1,4 milljarða króna í lok árs 2010. Samkvæmt honum var þó tæplega 1,4 milljarða króna krafa á móðurfélag Olís, FAD 1830 ehf., eignfærð líkt og hún væri innheimtanleg. Eiginfjárstaða móðurfélagsins er neikvæð og mikil óvissa ríkir um endurgreiðslu kröfunnar. Auk þess var lán upp á um tvo milljarða króna á gjalddaga í maí síðastliðnum. Olís hefur verið að reyna að semja um framlengingu á því láni, enda ekki til fé til að greiða það. Olís gjaldfærir heldur ekki 560 milljóna króna stjórnvaldssekt sem sett var á fyrirtækið vegna olíusamráðsins vegna þess að stjórn Olís hefur hafið málsókn til að reyna að fá henni hnekkt. Ef allt ofangreint fer ekki eins og stjórn Olís vonar að þau mál fari er eigið fé félagsins neikvætt. Móðurfélag Olís hefur ekki skilað ársreikningi frá árinu 2007. Eigendur þess eru Einar Benediktsson og Gísli Baldur Garðarsson. Gengismunur tryggði hagnaðGamli Glitnir fékk Skeljung í fangið eftir að bankinn sölutryggði fyrirtækið í heild sinn fyrir Fons, félag Pálma Haraldssonar, fyrir 8,7 milljarða króna í desember 2007. Í ágúst 2008 seldi bankinn 51% hlut fyrir um 1,5 milljarða króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kaupendur voru hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðarson og viðskiptafélagi þeirra, Birgir Þór Bieltvedt. Eftir bankahrun var 49% eignarhlutur bankans fluttur inn í dótturfélagið Miðengi og settur í opið söluferli í nóvember 2009. Í júní í fyrra keypti síðan Svanhildur Nanna eignarhlutinn og í sumar keyptu þau hjónin Birgi út. Svanhildur Nanna og Guðmundur eiga fyrirtækið því að fullu. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Skeljungs var velta fyrirtækisins 26,4 milljarðar króna í fyrra og hagnaður 824 milljónir króna. Ástæða hans er gengismunur vegna leiðréttingar á höfuðstóli lána Skeljungs sem voru í erlendri mynt sem lækkaði erlend lán fyrirtækisins um 1,1 milljarð króna. Alls skuldaði Skeljungur 13,7 milljarða króna um síðustu áramót. Í lánasamningum fyrirtækisins eru skilyrði varðandi eiginfjárstöðu, skuldsetningu og lausafjárstöðu. Skeljungur uppfyllti öll skilyrðin í lok síðasta árs. Íslandsbanki, viðskiptabanki fyrirtækisins, á allsherjarveð í skammtímakröfum og vörubirgðum Skeljungs fyrir 8,3 milljarða króna og í varanlegum rekstrarfjármunum að fjárhæð 2,7 milljarðar króna. Miklum skuldum breytt í hlutaféN1 er líkast til með sterkustu stöðu allra olíufélaganna á markaði í dag. Í apríl 2011 náðist samkomulag milli lánardrottna N1, Umtaks (eiganda fasteigna sem hýsa starfsemi N1) og BNT (móðurfélags N1 og Umtaks) um að breyta stórum hluta af skuldum samstæðunnar í hlutafé. Skuldir whennar námu að minnsta kosti um 60 milljörðum króna á þeim tímapunkti en eftir endurskipulagningu voru langtímaskuldir sameinaðs N1 og Umtaks um 8,5 milljarðar króna. N1 hafði tapað 11,8 milljörðum króna á árinu 2010 og eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 5,2 milljarða króna. Stærstu lánardrottnar N1 og BNT voru skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki en Arion banki var stærsti lánardrottinn Umtaks. Þessir aðilar urðu því stærstu eigendur hins sameinaða fyrirtækis. Í kjölfarið fór af stað valdabarátta á meðal eigendanna, sem endaði með því að Framtakssjóður Íslands (FSÍ) keypti stærstan hluta af eign Íslandsbanka og gamla Glitnis í N1 og gerði samkomulag um meirihlutaeign með Íslandsbanka og nokkrum lífeyrissjóðum. Við það einangraðist Arion banki sem minnihlutaeigandi með sinn 39% eignarhlut, við litla hrifningu stjórnenda bankans. Leyst var úr deilunni í lok september með því að FSÍ keypti eignarhlut Arion banka fyrir ótilgreinda upphæð. Við sama tækifæri var tilkynnt að N1 yrði skráð á markað ekki seinna en á miðju ári 2013. Fjórði aðilinn á olíumarkaðinum er Atlantsolía, sem hefur skilað tæplega milljarði í hagnað á árunum 2009 og 2010. Helstu eigendur fyrirtækisins eru Guðmundur Kjærnested og Brandon C. Rose. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Tvö af þremur stærstu olíufélögum landsins hafa lent í fangi viðskiptabanka sinna á undanförnum árum. Það þriðja á í rekstrarerfiðleikum og er í viðræðum um fjárhagslega endurskipulagningu. Fréttablaðið heldur áfram umfjöllun sinni um samkeppnismarkaði eftir hrun. Olís tapaði 66 milljónum króna í fyrra og skuldaði 15,1 milljarð króna um síðustu áramót. Fyrirtækið á í viðræðum við viðskiptabanka sinn, Landsbankann, um fjárhagslega endurskipulagningu og vafi kann að leika um rekstrarhæfi fyrirtækisins. Eigið fé Olís var jákvætt um 1,4 milljarða króna í lok árs 2010. Samkvæmt honum var þó tæplega 1,4 milljarða króna krafa á móðurfélag Olís, FAD 1830 ehf., eignfærð líkt og hún væri innheimtanleg. Eiginfjárstaða móðurfélagsins er neikvæð og mikil óvissa ríkir um endurgreiðslu kröfunnar. Auk þess var lán upp á um tvo milljarða króna á gjalddaga í maí síðastliðnum. Olís hefur verið að reyna að semja um framlengingu á því láni, enda ekki til fé til að greiða það. Olís gjaldfærir heldur ekki 560 milljóna króna stjórnvaldssekt sem sett var á fyrirtækið vegna olíusamráðsins vegna þess að stjórn Olís hefur hafið málsókn til að reyna að fá henni hnekkt. Ef allt ofangreint fer ekki eins og stjórn Olís vonar að þau mál fari er eigið fé félagsins neikvætt. Móðurfélag Olís hefur ekki skilað ársreikningi frá árinu 2007. Eigendur þess eru Einar Benediktsson og Gísli Baldur Garðarsson. Gengismunur tryggði hagnaðGamli Glitnir fékk Skeljung í fangið eftir að bankinn sölutryggði fyrirtækið í heild sinn fyrir Fons, félag Pálma Haraldssonar, fyrir 8,7 milljarða króna í desember 2007. Í ágúst 2008 seldi bankinn 51% hlut fyrir um 1,5 milljarða króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Kaupendur voru hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Þórðarson og viðskiptafélagi þeirra, Birgir Þór Bieltvedt. Eftir bankahrun var 49% eignarhlutur bankans fluttur inn í dótturfélagið Miðengi og settur í opið söluferli í nóvember 2009. Í júní í fyrra keypti síðan Svanhildur Nanna eignarhlutinn og í sumar keyptu þau hjónin Birgi út. Svanhildur Nanna og Guðmundur eiga fyrirtækið því að fullu. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Skeljungs var velta fyrirtækisins 26,4 milljarðar króna í fyrra og hagnaður 824 milljónir króna. Ástæða hans er gengismunur vegna leiðréttingar á höfuðstóli lána Skeljungs sem voru í erlendri mynt sem lækkaði erlend lán fyrirtækisins um 1,1 milljarð króna. Alls skuldaði Skeljungur 13,7 milljarða króna um síðustu áramót. Í lánasamningum fyrirtækisins eru skilyrði varðandi eiginfjárstöðu, skuldsetningu og lausafjárstöðu. Skeljungur uppfyllti öll skilyrðin í lok síðasta árs. Íslandsbanki, viðskiptabanki fyrirtækisins, á allsherjarveð í skammtímakröfum og vörubirgðum Skeljungs fyrir 8,3 milljarða króna og í varanlegum rekstrarfjármunum að fjárhæð 2,7 milljarðar króna. Miklum skuldum breytt í hlutaféN1 er líkast til með sterkustu stöðu allra olíufélaganna á markaði í dag. Í apríl 2011 náðist samkomulag milli lánardrottna N1, Umtaks (eiganda fasteigna sem hýsa starfsemi N1) og BNT (móðurfélags N1 og Umtaks) um að breyta stórum hluta af skuldum samstæðunnar í hlutafé. Skuldir whennar námu að minnsta kosti um 60 milljörðum króna á þeim tímapunkti en eftir endurskipulagningu voru langtímaskuldir sameinaðs N1 og Umtaks um 8,5 milljarðar króna. N1 hafði tapað 11,8 milljörðum króna á árinu 2010 og eigið fé fyrirtækisins var neikvætt um 5,2 milljarða króna. Stærstu lánardrottnar N1 og BNT voru skilanefnd Glitnis og Íslandsbanki en Arion banki var stærsti lánardrottinn Umtaks. Þessir aðilar urðu því stærstu eigendur hins sameinaða fyrirtækis. Í kjölfarið fór af stað valdabarátta á meðal eigendanna, sem endaði með því að Framtakssjóður Íslands (FSÍ) keypti stærstan hluta af eign Íslandsbanka og gamla Glitnis í N1 og gerði samkomulag um meirihlutaeign með Íslandsbanka og nokkrum lífeyrissjóðum. Við það einangraðist Arion banki sem minnihlutaeigandi með sinn 39% eignarhlut, við litla hrifningu stjórnenda bankans. Leyst var úr deilunni í lok september með því að FSÍ keypti eignarhlut Arion banka fyrir ótilgreinda upphæð. Við sama tækifæri var tilkynnt að N1 yrði skráð á markað ekki seinna en á miðju ári 2013. Fjórði aðilinn á olíumarkaðinum er Atlantsolía, sem hefur skilað tæplega milljarði í hagnað á árunum 2009 og 2010. Helstu eigendur fyrirtækisins eru Guðmundur Kjærnested og Brandon C. Rose.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent