Innlent

Sýnir verk með stórstjörnum

Þórunn Árnadóttr
Þórunn Árnadóttr
Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður sýnir í hinu virta hönnunarsafni Triennale í Mílanó fyrst Íslendinga. Þar tekur Þórunn þátt í stórri samsýningu og er ekki í amalegum félagsskap þar sem verk eftir heimsþekkta listamenn á borð við Damien Hirst og Louise Bourgeois eru til sýnis.

„Þetta er mjög góð kynning á verkunum mínum og náttúrulega bara frábært að vita til þess að sýningarstjórar svona þekktra safna þekki verkin mín og vilji fá þau inn á sýningar,“ segir Þórunn.- rve / Sjá Allt í miðju blaðsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×