Erfitt að lækka verð lóða í Reykjavík 3. október 2011 06:30 Davíð Stefánsson „Við erum um þessar mundir að láta kanna lóða- og fasteignamarkaðinn á eigin spýtur. Ég get hins vegar hvorki sagt af né á hvort lóðaverðið muni breytast," segir Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri á Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Davíð Stefánsson, sérfræðingur á greiningardeild Arion banka, hélt á fimmtudag erindi um stöðu og horfur á fasteignamarkaði. Hann benti á að á árum áður hefði lóðaverð verið mjög lágt, nánast ókeypis, og afar lítill hluti af byggingarkostnaði. Síðastliðin fimm ár hefði lóðaverð fyrir sérbýli tvöfaldast, farið úr því að vera í kringum tíu prósent af byggingakostnaði í tuttugu. Á sama tíma hefði lóðaverð fjölbýlishúsa farið úr fjórum prósentum í sautján. Það er rétt rúmlega fjórföldun á fimm árum. Þetta telur Davíð á meðal þess sem skýri að nýbyggingar eru nær engar um þessar mundir og geti leitt til skorts á íbúðamarkaði í lok árs 2013. Davíð sagði litla sem enga aðlögun hafa átt sér stað á markaðnum þrátt fyrir hrunið, lóðaverð stæði á svipuðum stað. Dæmi um slíkar lóðir eru í Úlfarsárdal. Þar er lóð fyrir þrjátíu íbúða fjölbýlishús við Urðarbrunn sem verðlögð er á 138 milljónir króna. „Lóðaverð þarf að lækka. Það er stundum í engum tengslum við þann veruleika sem við búum við í dag. Það eru litlar líkur á að sveitarfélög fái það verð sem sett var á lóðirnar fyrir hrun," sagði Davíð. Ágúst bendir á að við verðlagningu lóða árið 2007 hafi annars vegar verið horft til meðalverðs á lóðum í undangengnum lóðaútboðum og hins vegar hvað uppbygging á viðkomandi hverfi kosti. Hluti lóðagjaldsins sé svokallað viðbótargjald sem greiðist ekki nema lóðarréttindi séu framseld innan sjö ára. Hann bendir á að borgin hafi þurft að taka tillit til mismunandi hópa lóðarhafa; þeirra sem hafi keypt lóðir á nýbyggingarsvæðum í Reykjavík á árunum 2007 og 2008 og fengið að skila þeim eftir hrunið og hinna sem hafi keypt lóðir ári fyrr en fái ekki að skila þeim. „Það hefði verið mjög hastarlegt gagnvart þeim sem greiddu „fullt verð" fyrir lóðirnar í útboðum og fá ekki að skila þeim að lækka verðið á lóðum sem síðar var úthlutað," segir Ágúst. jonab@frettabladid.is Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
„Við erum um þessar mundir að láta kanna lóða- og fasteignamarkaðinn á eigin spýtur. Ég get hins vegar hvorki sagt af né á hvort lóðaverðið muni breytast," segir Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri á Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar. Davíð Stefánsson, sérfræðingur á greiningardeild Arion banka, hélt á fimmtudag erindi um stöðu og horfur á fasteignamarkaði. Hann benti á að á árum áður hefði lóðaverð verið mjög lágt, nánast ókeypis, og afar lítill hluti af byggingarkostnaði. Síðastliðin fimm ár hefði lóðaverð fyrir sérbýli tvöfaldast, farið úr því að vera í kringum tíu prósent af byggingakostnaði í tuttugu. Á sama tíma hefði lóðaverð fjölbýlishúsa farið úr fjórum prósentum í sautján. Það er rétt rúmlega fjórföldun á fimm árum. Þetta telur Davíð á meðal þess sem skýri að nýbyggingar eru nær engar um þessar mundir og geti leitt til skorts á íbúðamarkaði í lok árs 2013. Davíð sagði litla sem enga aðlögun hafa átt sér stað á markaðnum þrátt fyrir hrunið, lóðaverð stæði á svipuðum stað. Dæmi um slíkar lóðir eru í Úlfarsárdal. Þar er lóð fyrir þrjátíu íbúða fjölbýlishús við Urðarbrunn sem verðlögð er á 138 milljónir króna. „Lóðaverð þarf að lækka. Það er stundum í engum tengslum við þann veruleika sem við búum við í dag. Það eru litlar líkur á að sveitarfélög fái það verð sem sett var á lóðirnar fyrir hrun," sagði Davíð. Ágúst bendir á að við verðlagningu lóða árið 2007 hafi annars vegar verið horft til meðalverðs á lóðum í undangengnum lóðaútboðum og hins vegar hvað uppbygging á viðkomandi hverfi kosti. Hluti lóðagjaldsins sé svokallað viðbótargjald sem greiðist ekki nema lóðarréttindi séu framseld innan sjö ára. Hann bendir á að borgin hafi þurft að taka tillit til mismunandi hópa lóðarhafa; þeirra sem hafi keypt lóðir á nýbyggingarsvæðum í Reykjavík á árunum 2007 og 2008 og fengið að skila þeim eftir hrunið og hinna sem hafi keypt lóðir ári fyrr en fái ekki að skila þeim. „Það hefði verið mjög hastarlegt gagnvart þeim sem greiddu „fullt verð" fyrir lóðirnar í útboðum og fá ekki að skila þeim að lækka verðið á lóðum sem síðar var úthlutað," segir Ágúst. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira