Erlent

Gagnrýni á viðbrögð stjórnvalda

Flóð í Pakistan
Flóð í Pakistan mynd/afp
Stjórnvöld í Pakistan voru harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við flóðunum í fyrra. Þá fór fimmtungur af öllu landsvæði undir vatn og 18 milljónir manna hröktust af heimilum sínum í verstu flóðum sem sögur fara af.

Asif Ali Zardari, forseti landsins, hélt til funda við leiðtoga Frakklands og Bretlands á meðan hungur og vosbúð magnaðist hjá milljónum samlanda hans. Við það magnaðist enn óstöðugleiki í landinu og óeirðir brutust víða út. Þetta meinta sinnuleysi stjórnvalda var einn af samverkandi þáttum sem urðu til þess að illa gekk að safna fé til hjálparstarfsins.

Í ár hafa líka heyrst gagnrýnisraddir, en stjórnvöld glímdu þegar við óvinsældir vegna ýmissa mála. Meðal annars hefur verið upplausn á stjórnmálasviðinu og efnahagsástandið er slæmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×