Mér leiðist ekkert mikið að hlaupa upp kantinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2011 06:00 Dofri skoraði markið sem gulltryggði KR Íslandsmeistaratitilinn. Hann fagnar því hér. Fréttablaðið/Daníel Vaskleg framganga hins 21 árs gamla Dofra Snorrasonar í undanförnum leikjum KR hefur vakið verðskuldaða athygli. Hann hefur verið hreint magnaður í bakverðinum hjá KR og skoraði svo sigurmarkið gegn Fylki um síðustu helgi sem tryggði KR titilinn. „Ég er mjög ánægður með þessa leiki hjá mér. Það er loksins kominn meiri stöðugleiki í mínum leik. Ég er kominn með það betur á hreint hvað ég á að gera og sjálfstraustið er meira," sagði Dofri sem lagði einnig upp hið afar mikilvæga jöfnunarmark fyrir KR í Eyjum. Þá átti hann eina af sínum mörgu rispum upp kantinn og gaf magnaða sendingu í teiginn sem Kjartan Henry skilaði í mark. „Mér leiðist ekkert mikið að hlaupa upp kantinn. Það getur samt komið í bakið á manni. Ég þarf stundum að hemja mig. Rúnar þjálfari vill að ég geri þetta í hófi enda vill Mummi hinum megin einnig líka hlaupa upp. Það þarf því að velja réttu augnablikin." Dofri var miðjumaður upp yngri flokkana en í 2. flokki var honum hent í bakvörðinn og þar líður honum ágætlega en hann getur einnig leikið út á kanti. Dofri lék 13 leiki með Víkingi í 1. deildinni í fyrra en hann var þar á láni. Hann kom svo til baka og kom við sögu í 9 leikjum hjá KR í fyrra. „Ég kann vel við mig í bakverðinum og sérstaklega ef ég er í liði sem sækir og heldur boltanum mikið. Ég hef ekkert verið að stúdera neina bakverði enn þá. Var meira að skoða miðjumenn áður en ég þarf að bæta úr því og skoða fleiri bakverði eins og Dani Alves," sagði Dofri en hann segir dvölina hjá Víkinga hafa styrkt sig. Þó svo að hann sé sífellt að verða reynslumeiri losnar hann seint við fiðringinn fyrir leiki. „Ég verð alltaf smá stressaður fyrir alla leiki. Það fylgir þessu. Ég er samt aðeins meira stressaður fyrir leiki hjá KR en ég var hjá Víkingi."Lið umferðarinnar: Ögmundur Kristinsson - Fram Dofri Snorrason - KR Tommy Nielsen - FH Tryggvi Sveinn Bjarnason - Stjarnan Hlynur Atli Magnússon - Fram Egill Jónsson - KR Aron Elís Þrándarson - Víkingur Jóhann Laxdal - Stjarnan Kristinn Steindórsson - Breiðablik Atli Guðnason - FH Garðar Jóhannsson - Stjarnan Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Vaskleg framganga hins 21 árs gamla Dofra Snorrasonar í undanförnum leikjum KR hefur vakið verðskuldaða athygli. Hann hefur verið hreint magnaður í bakverðinum hjá KR og skoraði svo sigurmarkið gegn Fylki um síðustu helgi sem tryggði KR titilinn. „Ég er mjög ánægður með þessa leiki hjá mér. Það er loksins kominn meiri stöðugleiki í mínum leik. Ég er kominn með það betur á hreint hvað ég á að gera og sjálfstraustið er meira," sagði Dofri sem lagði einnig upp hið afar mikilvæga jöfnunarmark fyrir KR í Eyjum. Þá átti hann eina af sínum mörgu rispum upp kantinn og gaf magnaða sendingu í teiginn sem Kjartan Henry skilaði í mark. „Mér leiðist ekkert mikið að hlaupa upp kantinn. Það getur samt komið í bakið á manni. Ég þarf stundum að hemja mig. Rúnar þjálfari vill að ég geri þetta í hófi enda vill Mummi hinum megin einnig líka hlaupa upp. Það þarf því að velja réttu augnablikin." Dofri var miðjumaður upp yngri flokkana en í 2. flokki var honum hent í bakvörðinn og þar líður honum ágætlega en hann getur einnig leikið út á kanti. Dofri lék 13 leiki með Víkingi í 1. deildinni í fyrra en hann var þar á láni. Hann kom svo til baka og kom við sögu í 9 leikjum hjá KR í fyrra. „Ég kann vel við mig í bakverðinum og sérstaklega ef ég er í liði sem sækir og heldur boltanum mikið. Ég hef ekkert verið að stúdera neina bakverði enn þá. Var meira að skoða miðjumenn áður en ég þarf að bæta úr því og skoða fleiri bakverði eins og Dani Alves," sagði Dofri en hann segir dvölina hjá Víkinga hafa styrkt sig. Þó svo að hann sé sífellt að verða reynslumeiri losnar hann seint við fiðringinn fyrir leiki. „Ég verð alltaf smá stressaður fyrir alla leiki. Það fylgir þessu. Ég er samt aðeins meira stressaður fyrir leiki hjá KR en ég var hjá Víkingi."Lið umferðarinnar: Ögmundur Kristinsson - Fram Dofri Snorrason - KR Tommy Nielsen - FH Tryggvi Sveinn Bjarnason - Stjarnan Hlynur Atli Magnússon - Fram Egill Jónsson - KR Aron Elís Þrándarson - Víkingur Jóhann Laxdal - Stjarnan Kristinn Steindórsson - Breiðablik Atli Guðnason - FH Garðar Jóhannsson - Stjarnan
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti