Erlent

Tíunda hvert barn getið í glasi

Danir fá í auknum mæli hjálp við að geta börn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Nordicphotos/Getty
Danir fá í auknum mæli hjálp við að geta börn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Nordicphotos/Getty
Aldrei hafa eins mörg dönsk börn verið getin með glasafrjóvgun líkt og á síðasta ári þegar níu prósent fæddra barna voru getin á þann hátt.

Í frétt Berlingske kemur einnig fram að fæðingartíðni í Danmörku á fyrri hluta ársins er sú lægsta sem sést hefur í 24 ár.

Að sögn frjósemissérfræðings eru málin af sama meiði en orsakir lægri fæðingartíðni eru bæði menningarlegar og líffræðilegar.

Stór hluti karlmanna þar í landi er með of lágt sæðishlutfall, og þar á móti kemur að konur bíða lengur með að eignast börn, fram yfir frjósamasta æviskeiðið. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×