Var gaurinn sem gaf aldrei boltann Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. september 2011 07:00 Kjartan Henry fór úr axlarlið í leiknum gegn ÍBV en hann kláraði samt leikinn og tryggði KR afar mikilvægt stig. Mynd/Daníel KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason sýndi af sér einstaka karlmennsku í leiknum gegn ÍBV á mánudag. Hann fór þá úr axlarlið í leiknum. Hann lét kippa öxlinni aftur í liðinn, kom inn á völlinn og kláraði leikinn. Það sem meira er; hann spilaði vel og tryggði KR gríðarlega mikilvægt stig með laglegu skallamarki. „Ég fer til sjúkraþjálfara þrisvar á dag. Það er allt gert til þess að koma sér í stand fyrir leikinn. Ég er miklu verri í dag [í gær] en ég var á þriðjudag. Þetta er eins og harðsperrur. Þetta er verst tveimur dögum eftir átak," segir Kjartan Henry. KR á gríðarlega mikilvægan leik í kvöld gegn Keflavík. Leik sem KR hefur átt inni lengi. Sigur þar kemur KR-ingum í ansi vænlega stöðu í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég verð að vera klár í leikinn. Það er svo lítið eftir að ég verð að klára það sem ég byrjaði á. Það er ekkert tæpt að ég verði með. Ég ætla að vera með. Ég er búinn að leggja of mikið á mig til þess að missa af leik núna," segir Kjartan, en hann verður síðan í leikbanni á sunnudag er KR spilar gegn Fylki. Kjartan Henry hefur ekki bara verið að glíma við axlarmeiðsli því hann fékk kinnholusýkingu í aðdraganda ÍBV-leiksins. Var settur á sýklalyf og gat ekkert æft fyrir stórleikinn í Eyjum. „Ég hef ekkert getað tekið verkjatöflur út af sýklalyfjunum. Ég fékk sýklalyf í æð þrisvar á dag í þrjá daga fyrir ÍBV-leikinn. Ég kannski geymi verkjatöfluna þangað til fyrir leik. Þá kannski tek ég eina sterka," segir Kjartan léttur, en hann tekur ekki í mál að missa af einni einustu mínútu sem er enn í boði í sumar. „Það er búið að tala mikið um þennan Keflavíkurleik. Við eigum hann ekkert inni og hvað þá stigin. Við höfum ekki náð góðum úrslitum upp á síðkastið og búumst við mjög erfiðum leik gegn Keflavík. Það er aldrei neitt gefins gegn Willum. Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið og verður vonandi besta skemmtun," segir Kjartan, en KR getur í fyrsta skipti í langan tíma stillt upp sínu sterkasta liði í kvöld. Er að þroskast sem leikmaðurMynd/ValliKjartan Henry er næstmarkahæstur í deildinni með tólf mörk, einu marki minna en Stjörnumaðurinn Garðar Jóhannsson. „Ég er mjög sáttur við sumarið. Hef fengið að spila alla leikina og það er gott að fá traust frá þjálfaranum. Ég hef aðeins verið að spila út úr stöðu á kantinum og það hefur gengið ágætlega og hentað liðinu vel. Mér finnst líka orðið skemmtilegt að leggja upp mörk. Hef átt nokkra fína bolta fyrir. Ég er samt svekktur að vera ekki búinn að skora meira. Ég ætti að vera kominn með fleiri mörk," segir Kjartan, en hann telur sig vera að þroskast sem leikmann. „Ég var alltaf þekktur fyrir að vera gaurinn sem vildi aldrei gefa boltann. Ég vildi frekar skora sjálfur. Það hefur aðeins breyst og ég er farinn að hugsa meira um liðið. Það var kominn tími til." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason sýndi af sér einstaka karlmennsku í leiknum gegn ÍBV á mánudag. Hann fór þá úr axlarlið í leiknum. Hann lét kippa öxlinni aftur í liðinn, kom inn á völlinn og kláraði leikinn. Það sem meira er; hann spilaði vel og tryggði KR gríðarlega mikilvægt stig með laglegu skallamarki. „Ég fer til sjúkraþjálfara þrisvar á dag. Það er allt gert til þess að koma sér í stand fyrir leikinn. Ég er miklu verri í dag [í gær] en ég var á þriðjudag. Þetta er eins og harðsperrur. Þetta er verst tveimur dögum eftir átak," segir Kjartan Henry. KR á gríðarlega mikilvægan leik í kvöld gegn Keflavík. Leik sem KR hefur átt inni lengi. Sigur þar kemur KR-ingum í ansi vænlega stöðu í baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. „Ég verð að vera klár í leikinn. Það er svo lítið eftir að ég verð að klára það sem ég byrjaði á. Það er ekkert tæpt að ég verði með. Ég ætla að vera með. Ég er búinn að leggja of mikið á mig til þess að missa af leik núna," segir Kjartan, en hann verður síðan í leikbanni á sunnudag er KR spilar gegn Fylki. Kjartan Henry hefur ekki bara verið að glíma við axlarmeiðsli því hann fékk kinnholusýkingu í aðdraganda ÍBV-leiksins. Var settur á sýklalyf og gat ekkert æft fyrir stórleikinn í Eyjum. „Ég hef ekkert getað tekið verkjatöflur út af sýklalyfjunum. Ég fékk sýklalyf í æð þrisvar á dag í þrjá daga fyrir ÍBV-leikinn. Ég kannski geymi verkjatöfluna þangað til fyrir leik. Þá kannski tek ég eina sterka," segir Kjartan léttur, en hann tekur ekki í mál að missa af einni einustu mínútu sem er enn í boði í sumar. „Það er búið að tala mikið um þennan Keflavíkurleik. Við eigum hann ekkert inni og hvað þá stigin. Við höfum ekki náð góðum úrslitum upp á síðkastið og búumst við mjög erfiðum leik gegn Keflavík. Það er aldrei neitt gefins gegn Willum. Þetta er mikilvægur leikur fyrir bæði lið og verður vonandi besta skemmtun," segir Kjartan, en KR getur í fyrsta skipti í langan tíma stillt upp sínu sterkasta liði í kvöld. Er að þroskast sem leikmaðurMynd/ValliKjartan Henry er næstmarkahæstur í deildinni með tólf mörk, einu marki minna en Stjörnumaðurinn Garðar Jóhannsson. „Ég er mjög sáttur við sumarið. Hef fengið að spila alla leikina og það er gott að fá traust frá þjálfaranum. Ég hef aðeins verið að spila út úr stöðu á kantinum og það hefur gengið ágætlega og hentað liðinu vel. Mér finnst líka orðið skemmtilegt að leggja upp mörk. Hef átt nokkra fína bolta fyrir. Ég er samt svekktur að vera ekki búinn að skora meira. Ég ætti að vera kominn með fleiri mörk," segir Kjartan, en hann telur sig vera að þroskast sem leikmann. „Ég var alltaf þekktur fyrir að vera gaurinn sem vildi aldrei gefa boltann. Ég vildi frekar skora sjálfur. Það hefur aðeins breyst og ég er farinn að hugsa meira um liðið. Það var kominn tími til."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira