Öll félög í vandræðum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. september 2011 07:00 Það vakti talsverða athygli þegar Valsmenn ákváðu að lána Guðjón Pétur Lýðsson á dögunum. Hugsanlega var það gert vegna fjárskorts. Fréttablaðið/Anton „Við erum að glíma við lausafjárvanda. Valur er ekki í greiðslustöðvun. Nú erum við að ganga í samningamál við okkar leikmenn,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, um þau vandræði sem félagið glímir við þessa dagana. Knattspyrnudeildin gat ekki gert upp við leikmenn sína á réttum tíma í síðasta mánuði og er aftur að glíma við þann vanda þennan mánuðinn. „Við eigum útistandandi skuldir sem hefur ekki gengið að innheimta. Þetta eru nokkuð háar upphæðir og stærstu upphæðirnar snúa að öðrum aðilum en beinum styrktaraðilum,“ segir Friðjón, en er hann þar að tala um að Reykjavíkurborg sé ekki að standa við skuldbindingar sínar gagnvart félaginu? „Að mínu mati er borgin ekki að standa við sínar skuldbindingar. Vandinn er samt ekki bara tilkominn út af því. Félagið hefur einnig farið illa út úr því að ekki gengur jafn vel að leigja út Vodafonehöllina í dag og áður. Stór fyrirtæki eru ekki að halda eins stórar og flottar árshátíðir núna eins og fyrir hrun. Þar verður félagið af miklum peningum.“ Vilja lækka laun leikmannaFriðjón staðfestir að vinna við endurskoðun samninga leikmanna félagsins sé þegar hafin. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í þær aðgerðir núna. „Við erum í viðræðum við leikmenn um að taka upp samninga þó svo tímabili sé ekki lokið. Ég vil ekki segja einhverja ákveðna tölu um hvað það þurfi að lækka launin mikið. Markmið mitt er að koma rekstrinum í skynsamlegt horf,“ segir Friðjón, en hann telur öll félög á Íslandi vera í fjárhagsvandræðum. Vandinn sé ekki bara bundinn við Val. „Ég fullyrði að öll félögin eru í einhverjum vandræðum. Valur er ekki eina félagið á Íslandi sem er í einhverju basli.“ Friðjón segir að knattspyrnudeildin hafi fundað með leikmönnum og komið hreint fram við þá varðandi stöðuna. Hann segir leikmenn hafa brugðist vel við enda sé hópurinn hjá Val einstakur. „Viðbrögð leikmanna hafa verið þeim til sóma. Yfirveguð og menn hafa leitað upplýsinga. Enginn hefur skellt hurðum heldur hafa menn spurt hvað sé til ráða. Það er svo frábær andi í þessum hópi og menn standa afar þétt saman,“ segir Friðjón en hann reynir ekki að breiða yfir vandamálið. Ekki misst úr greiðslu í sjö árFriðjón segir vissulega vera erfitt að ráðast í þessar aðgerðir þegar mikilvægir leikir séu eftir í deildinni en takist liðinu að komast í gegnum þennan mótbyr standi félagið sterkara eftir. „Valur er félag sem hefur ekki misst úr greiðslu í sjö ár. Það eru örugglega ekki mörg félög sem geta státað af því. Að við förum í þessar aðgerðir núna sýnir að okkur er full alvara í þessu máli. Við teljum að það sé betra fyrir alla. Illu er best aflokið. Ef það verður rétt staðið að málum gæti þetta orðið til þess að styrkja hópinn.“ Of mikill kostnaður miðað við tekjurFriðjón er gagnrýninn á umhverfið í boltanum. „Umhverfi afreksíþrótta á Íslandi gengur ekki upp. Kostnaðurinn er of mikill. Ekki bara launin heldur almennt. Heildaraðgangseyrir félaganna yfir sumarið dekkar ekki nema brot af launakostnaði leikmanna og þjálfara,“ segir Friðjón, en hann segir leikmenn á Íslandi fá meira greitt en félögin ráði við. „Ég er á því að launagreiðslur séu of háar. Það finnst mér vera klárt mál. Efnahagsumhverfið er líka erfitt og fyrirtæki eiga mjög erfitt með að styrkja íþróttafélög. Félögin eru að finna fyrir því. Tekjurnar eru ekki nógu miklar,“ segir Friðjón en hann kallar eftir frekara samstarfi félaganna. „Það þarf að endurskoða reksturinn og félögin þurfa að ræða saman um leikmenn sem og um hið ágæta knattspyrnusamband. Það gengur ekki að það sé stríð á milli KSÍ og félaganna. Það gengur heldur ekki að KSÍ sé eitthvert eyland. Menn verða að vinna betur saman.“ henry@frettabladid.is Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjá meira
„Við erum að glíma við lausafjárvanda. Valur er ekki í greiðslustöðvun. Nú erum við að ganga í samningamál við okkar leikmenn,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, um þau vandræði sem félagið glímir við þessa dagana. Knattspyrnudeildin gat ekki gert upp við leikmenn sína á réttum tíma í síðasta mánuði og er aftur að glíma við þann vanda þennan mánuðinn. „Við eigum útistandandi skuldir sem hefur ekki gengið að innheimta. Þetta eru nokkuð háar upphæðir og stærstu upphæðirnar snúa að öðrum aðilum en beinum styrktaraðilum,“ segir Friðjón, en er hann þar að tala um að Reykjavíkurborg sé ekki að standa við skuldbindingar sínar gagnvart félaginu? „Að mínu mati er borgin ekki að standa við sínar skuldbindingar. Vandinn er samt ekki bara tilkominn út af því. Félagið hefur einnig farið illa út úr því að ekki gengur jafn vel að leigja út Vodafonehöllina í dag og áður. Stór fyrirtæki eru ekki að halda eins stórar og flottar árshátíðir núna eins og fyrir hrun. Þar verður félagið af miklum peningum.“ Vilja lækka laun leikmannaFriðjón staðfestir að vinna við endurskoðun samninga leikmanna félagsins sé þegar hafin. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í þær aðgerðir núna. „Við erum í viðræðum við leikmenn um að taka upp samninga þó svo tímabili sé ekki lokið. Ég vil ekki segja einhverja ákveðna tölu um hvað það þurfi að lækka launin mikið. Markmið mitt er að koma rekstrinum í skynsamlegt horf,“ segir Friðjón, en hann telur öll félög á Íslandi vera í fjárhagsvandræðum. Vandinn sé ekki bara bundinn við Val. „Ég fullyrði að öll félögin eru í einhverjum vandræðum. Valur er ekki eina félagið á Íslandi sem er í einhverju basli.“ Friðjón segir að knattspyrnudeildin hafi fundað með leikmönnum og komið hreint fram við þá varðandi stöðuna. Hann segir leikmenn hafa brugðist vel við enda sé hópurinn hjá Val einstakur. „Viðbrögð leikmanna hafa verið þeim til sóma. Yfirveguð og menn hafa leitað upplýsinga. Enginn hefur skellt hurðum heldur hafa menn spurt hvað sé til ráða. Það er svo frábær andi í þessum hópi og menn standa afar þétt saman,“ segir Friðjón en hann reynir ekki að breiða yfir vandamálið. Ekki misst úr greiðslu í sjö árFriðjón segir vissulega vera erfitt að ráðast í þessar aðgerðir þegar mikilvægir leikir séu eftir í deildinni en takist liðinu að komast í gegnum þennan mótbyr standi félagið sterkara eftir. „Valur er félag sem hefur ekki misst úr greiðslu í sjö ár. Það eru örugglega ekki mörg félög sem geta státað af því. Að við förum í þessar aðgerðir núna sýnir að okkur er full alvara í þessu máli. Við teljum að það sé betra fyrir alla. Illu er best aflokið. Ef það verður rétt staðið að málum gæti þetta orðið til þess að styrkja hópinn.“ Of mikill kostnaður miðað við tekjurFriðjón er gagnrýninn á umhverfið í boltanum. „Umhverfi afreksíþrótta á Íslandi gengur ekki upp. Kostnaðurinn er of mikill. Ekki bara launin heldur almennt. Heildaraðgangseyrir félaganna yfir sumarið dekkar ekki nema brot af launakostnaði leikmanna og þjálfara,“ segir Friðjón, en hann segir leikmenn á Íslandi fá meira greitt en félögin ráði við. „Ég er á því að launagreiðslur séu of háar. Það finnst mér vera klárt mál. Efnahagsumhverfið er líka erfitt og fyrirtæki eiga mjög erfitt með að styrkja íþróttafélög. Félögin eru að finna fyrir því. Tekjurnar eru ekki nógu miklar,“ segir Friðjón en hann kallar eftir frekara samstarfi félaganna. „Það þarf að endurskoða reksturinn og félögin þurfa að ræða saman um leikmenn sem og um hið ágæta knattspyrnusamband. Það gengur ekki að það sé stríð á milli KSÍ og félaganna. Það gengur heldur ekki að KSÍ sé eitthvert eyland. Menn verða að vinna betur saman.“ henry@frettabladid.is
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjá meira