CCP vinnur með frægum hönnuði 8. september 2011 03:00 Tölvuteiknuð fígúra í líki fyrirsætunnar Rick Genest. Mynd/CCP Nicola Formichetti, listrænn stjórnandi Mugler-tískuhússins, hefur unnið með tölvuleikjafyrirtækinu CCP að sýningu sem opnuð verður á tískuvikunni í New York í dag. „Ég held að CCP sé fyrsti leikjaframleiðandi heims sem vinnur með þekktum fatahönnuði á borð við Formichetti, en hann er þekktur fyrir samstarf sitt við Lady Gaga," segir Eldar Ástþórsson hjá CCP. Á sýningunni, sem stendur í tvær vikur, mun tölvuteiknuð fyrirsæta sýna fatnað sem Formichetti hannaði. Umgjörðin verður tölvuleikjaheimur sem unninn er út frá umhverfi EVE online. Nicola Formichetti er listrænn stjórnandi Thierry Mugler. Sýningin með CCP verður opnuð í dag á BOFFO pop-up sýningu Formichetti, en hún er hluti af tískuvikunni í New York og stendur næstu tvær vikur. Samstarfið hefur vakið nokkra athygli og fjallað var um það í grein í New York Times á dögunum. "Við notumst við Carbon tækni CCP og umhverfi úr EVE Online tölvuleiknum til að bjóða hönnun Formichetti velkomna í nýjan stafræna heim," segir Eldar. Fyrirsætan á sýningunni er ansi sérstæð en búinn var til "avatar" eða tölvuteiknuð fígúra út frá fyrirsætunni Rick Genest sem Formichetti uppgötvaði og hefur notað í auglýsingaherferðir og á tískusýningum Mugler. Genest, sem einnig gengur undir nafninu Zombie boy, er þakinn húðflúri um allan líkamann sem breytir honum í nokkurs konar lifandi beinagrind. Í sýningunni mun hinn tölvugerði Zombie boy ganga stafræna tískupallinn í leðurjakka með belti í kross yfir líkamann sem Formichetti hannaði sérstaklega fyrir tilefnið. Myndböndin verða sýnd á tveggja metra háum skjá. Sýningin verður gagnvirk þar sem áhorfendur geta breytt sjónarhorninu og hraðanum með iPad sem verður nálægt sviðinu. Þeir sem til þekkja segja myndböndin ótrúlega raunveruleg þó að andlitsdrættir fyrirsætunnar hafi vitanlega verið skerptir. Þá þykja fötin ótrúlega nákvæm. Þó samstarfið við Formichetti sé einstætt er CCP ekki óvant því að vinna með hönnuðum. "Hönnun skipar veigamikinn sess í leikjaþróun CCP og fatahönnun er þar ekki undanskilin. Í EVE Online geta spilarar í leiknum til dæmis keypt föt sem gerð eru af hönnuðum CCP og fatahönnuðir á vegum fyrirtækisins taka virkan þátt í sköpun fatnaðar á persónur í World of Darkness." Eldar segir samstarfið við Formichetti hafa verið mjög skemmtilegt. "Þetta samstarf getur opnað á ýmsa möguleika þegar kemur að áframhaldandi hönnun og þróun hjá fyrirtækinu," segir Eldar og telur jafnvel líklegt að hugað verði að frekari landvinningum í tískuheiminum. solveig@frettabladid.is Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Nicola Formichetti, listrænn stjórnandi Mugler-tískuhússins, hefur unnið með tölvuleikjafyrirtækinu CCP að sýningu sem opnuð verður á tískuvikunni í New York í dag. „Ég held að CCP sé fyrsti leikjaframleiðandi heims sem vinnur með þekktum fatahönnuði á borð við Formichetti, en hann er þekktur fyrir samstarf sitt við Lady Gaga," segir Eldar Ástþórsson hjá CCP. Á sýningunni, sem stendur í tvær vikur, mun tölvuteiknuð fyrirsæta sýna fatnað sem Formichetti hannaði. Umgjörðin verður tölvuleikjaheimur sem unninn er út frá umhverfi EVE online. Nicola Formichetti er listrænn stjórnandi Thierry Mugler. Sýningin með CCP verður opnuð í dag á BOFFO pop-up sýningu Formichetti, en hún er hluti af tískuvikunni í New York og stendur næstu tvær vikur. Samstarfið hefur vakið nokkra athygli og fjallað var um það í grein í New York Times á dögunum. "Við notumst við Carbon tækni CCP og umhverfi úr EVE Online tölvuleiknum til að bjóða hönnun Formichetti velkomna í nýjan stafræna heim," segir Eldar. Fyrirsætan á sýningunni er ansi sérstæð en búinn var til "avatar" eða tölvuteiknuð fígúra út frá fyrirsætunni Rick Genest sem Formichetti uppgötvaði og hefur notað í auglýsingaherferðir og á tískusýningum Mugler. Genest, sem einnig gengur undir nafninu Zombie boy, er þakinn húðflúri um allan líkamann sem breytir honum í nokkurs konar lifandi beinagrind. Í sýningunni mun hinn tölvugerði Zombie boy ganga stafræna tískupallinn í leðurjakka með belti í kross yfir líkamann sem Formichetti hannaði sérstaklega fyrir tilefnið. Myndböndin verða sýnd á tveggja metra háum skjá. Sýningin verður gagnvirk þar sem áhorfendur geta breytt sjónarhorninu og hraðanum með iPad sem verður nálægt sviðinu. Þeir sem til þekkja segja myndböndin ótrúlega raunveruleg þó að andlitsdrættir fyrirsætunnar hafi vitanlega verið skerptir. Þá þykja fötin ótrúlega nákvæm. Þó samstarfið við Formichetti sé einstætt er CCP ekki óvant því að vinna með hönnuðum. "Hönnun skipar veigamikinn sess í leikjaþróun CCP og fatahönnun er þar ekki undanskilin. Í EVE Online geta spilarar í leiknum til dæmis keypt föt sem gerð eru af hönnuðum CCP og fatahönnuðir á vegum fyrirtækisins taka virkan þátt í sköpun fatnaðar á persónur í World of Darkness." Eldar segir samstarfið við Formichetti hafa verið mjög skemmtilegt. "Þetta samstarf getur opnað á ýmsa möguleika þegar kemur að áframhaldandi hönnun og þróun hjá fyrirtækinu," segir Eldar og telur jafnvel líklegt að hugað verði að frekari landvinningum í tískuheiminum. solveig@frettabladid.is
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira