CCP vinnur með frægum hönnuði 8. september 2011 03:00 Tölvuteiknuð fígúra í líki fyrirsætunnar Rick Genest. Mynd/CCP Nicola Formichetti, listrænn stjórnandi Mugler-tískuhússins, hefur unnið með tölvuleikjafyrirtækinu CCP að sýningu sem opnuð verður á tískuvikunni í New York í dag. „Ég held að CCP sé fyrsti leikjaframleiðandi heims sem vinnur með þekktum fatahönnuði á borð við Formichetti, en hann er þekktur fyrir samstarf sitt við Lady Gaga," segir Eldar Ástþórsson hjá CCP. Á sýningunni, sem stendur í tvær vikur, mun tölvuteiknuð fyrirsæta sýna fatnað sem Formichetti hannaði. Umgjörðin verður tölvuleikjaheimur sem unninn er út frá umhverfi EVE online. Nicola Formichetti er listrænn stjórnandi Thierry Mugler. Sýningin með CCP verður opnuð í dag á BOFFO pop-up sýningu Formichetti, en hún er hluti af tískuvikunni í New York og stendur næstu tvær vikur. Samstarfið hefur vakið nokkra athygli og fjallað var um það í grein í New York Times á dögunum. "Við notumst við Carbon tækni CCP og umhverfi úr EVE Online tölvuleiknum til að bjóða hönnun Formichetti velkomna í nýjan stafræna heim," segir Eldar. Fyrirsætan á sýningunni er ansi sérstæð en búinn var til "avatar" eða tölvuteiknuð fígúra út frá fyrirsætunni Rick Genest sem Formichetti uppgötvaði og hefur notað í auglýsingaherferðir og á tískusýningum Mugler. Genest, sem einnig gengur undir nafninu Zombie boy, er þakinn húðflúri um allan líkamann sem breytir honum í nokkurs konar lifandi beinagrind. Í sýningunni mun hinn tölvugerði Zombie boy ganga stafræna tískupallinn í leðurjakka með belti í kross yfir líkamann sem Formichetti hannaði sérstaklega fyrir tilefnið. Myndböndin verða sýnd á tveggja metra háum skjá. Sýningin verður gagnvirk þar sem áhorfendur geta breytt sjónarhorninu og hraðanum með iPad sem verður nálægt sviðinu. Þeir sem til þekkja segja myndböndin ótrúlega raunveruleg þó að andlitsdrættir fyrirsætunnar hafi vitanlega verið skerptir. Þá þykja fötin ótrúlega nákvæm. Þó samstarfið við Formichetti sé einstætt er CCP ekki óvant því að vinna með hönnuðum. "Hönnun skipar veigamikinn sess í leikjaþróun CCP og fatahönnun er þar ekki undanskilin. Í EVE Online geta spilarar í leiknum til dæmis keypt föt sem gerð eru af hönnuðum CCP og fatahönnuðir á vegum fyrirtækisins taka virkan þátt í sköpun fatnaðar á persónur í World of Darkness." Eldar segir samstarfið við Formichetti hafa verið mjög skemmtilegt. "Þetta samstarf getur opnað á ýmsa möguleika þegar kemur að áframhaldandi hönnun og þróun hjá fyrirtækinu," segir Eldar og telur jafnvel líklegt að hugað verði að frekari landvinningum í tískuheiminum. solveig@frettabladid.is Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Nicola Formichetti, listrænn stjórnandi Mugler-tískuhússins, hefur unnið með tölvuleikjafyrirtækinu CCP að sýningu sem opnuð verður á tískuvikunni í New York í dag. „Ég held að CCP sé fyrsti leikjaframleiðandi heims sem vinnur með þekktum fatahönnuði á borð við Formichetti, en hann er þekktur fyrir samstarf sitt við Lady Gaga," segir Eldar Ástþórsson hjá CCP. Á sýningunni, sem stendur í tvær vikur, mun tölvuteiknuð fyrirsæta sýna fatnað sem Formichetti hannaði. Umgjörðin verður tölvuleikjaheimur sem unninn er út frá umhverfi EVE online. Nicola Formichetti er listrænn stjórnandi Thierry Mugler. Sýningin með CCP verður opnuð í dag á BOFFO pop-up sýningu Formichetti, en hún er hluti af tískuvikunni í New York og stendur næstu tvær vikur. Samstarfið hefur vakið nokkra athygli og fjallað var um það í grein í New York Times á dögunum. "Við notumst við Carbon tækni CCP og umhverfi úr EVE Online tölvuleiknum til að bjóða hönnun Formichetti velkomna í nýjan stafræna heim," segir Eldar. Fyrirsætan á sýningunni er ansi sérstæð en búinn var til "avatar" eða tölvuteiknuð fígúra út frá fyrirsætunni Rick Genest sem Formichetti uppgötvaði og hefur notað í auglýsingaherferðir og á tískusýningum Mugler. Genest, sem einnig gengur undir nafninu Zombie boy, er þakinn húðflúri um allan líkamann sem breytir honum í nokkurs konar lifandi beinagrind. Í sýningunni mun hinn tölvugerði Zombie boy ganga stafræna tískupallinn í leðurjakka með belti í kross yfir líkamann sem Formichetti hannaði sérstaklega fyrir tilefnið. Myndböndin verða sýnd á tveggja metra háum skjá. Sýningin verður gagnvirk þar sem áhorfendur geta breytt sjónarhorninu og hraðanum með iPad sem verður nálægt sviðinu. Þeir sem til þekkja segja myndböndin ótrúlega raunveruleg þó að andlitsdrættir fyrirsætunnar hafi vitanlega verið skerptir. Þá þykja fötin ótrúlega nákvæm. Þó samstarfið við Formichetti sé einstætt er CCP ekki óvant því að vinna með hönnuðum. "Hönnun skipar veigamikinn sess í leikjaþróun CCP og fatahönnun er þar ekki undanskilin. Í EVE Online geta spilarar í leiknum til dæmis keypt föt sem gerð eru af hönnuðum CCP og fatahönnuðir á vegum fyrirtækisins taka virkan þátt í sköpun fatnaðar á persónur í World of Darkness." Eldar segir samstarfið við Formichetti hafa verið mjög skemmtilegt. "Þetta samstarf getur opnað á ýmsa möguleika þegar kemur að áframhaldandi hönnun og þróun hjá fyrirtækinu," segir Eldar og telur jafnvel líklegt að hugað verði að frekari landvinningum í tískuheiminum. solveig@frettabladid.is
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira