Ekki boðið upp á iðjuleysi í Skálholti 7. september 2011 10:00 Nýkjörinn vígslubiskup Kristján Valur Ingólfsson segir það spennandi að fá að taka þátt í kirkju- og menningarlífinu í Skálholti.fréttablaðið/gva Verkefni nýs vígslubiskups í Skálholti, séra Kristjáns Vals Ingólfssonar, verða í meiri tengslum við samfélagið heldur en störf vígslubiskupa hafa verið hingað til. „Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um þjóðkirkjuna og þar er komið inn á ýmsar breytingar sem hafa eðlilega í för með sér að embætti biskups og vígslubiskupa fá umfjöllun með sama hætti. Ég er í þessari nefnd og þess vegna hefur þetta verið mér hugleikið, óháð því hvort ég er að fara í þetta embætti eða ekki,“ segir Kristján Valur. Hlutverk vígslubiskupa nú er fyrst og fremst að aðstoða biskup Íslands, að sögn Kristjáns Vals. „Þeir eru varamenn hans ef hann forfallast og venjan er sú að sá sem er eldri í embætti verði settur biskup Íslands tímabundið. Þetta eru fyrstu skyldurnar. Síðan halda vígslubiskupar utan um starfsemi dómkirknanna á Hólum og í Skálholti auk þess sem þeir eru kallaðir til þegar deilumál koma upp milli prests og starfsfólks. Vígslubiskupar eru að vissu leyti eins og stækkuð mynd af prófasti. Síðan hafa þeir frumkvæði að því að fylgjast með og styðja starfsemi heima í sóknunum.“ Kristján Valur segir að í tengslum við endurskoðunina á lögum um þjóðkirkjuna fari fram mikil umræða um aukið samstarf og sérstök samstarfssvæði. „Framvegis þarf ekki hver prestur fyrir sig að kunna allt best sjálfur. Einn er kannski betri í æskulýðsstarfi og annar í öldrunarstarfi og þess háttar. Prófastar munu koma meira að skipulagningu samstarfs þeirra og vígslubiskupar myndu svo leiða þessa starfsemi í meiri mæli. Núna eru vígslubiskupar fyrst og fremst á hinu andlega sviði við að hugsa um trúna og kirkjuna. Þeir koma lítið að stjórnsýslu kirkjunnar. En kirkjan er ekki bara stofnun heldur trúfélag og þannig mun það alltaf verða.“ Væntanlegur vígslubiskup, sem var rektor Skálholtsskóla um sjö ára skeið, segir að ekki verði boðið upp á neitt iðjuleysi í Skálholti, eins og hann orðar það. „Það er stundum sagt að vígslubiskupar geri ekki neitt. Það getur vel verið að það sé hægt að leggjast undir sæng en sá sem lítur út í Skálholti sér að hann hefur nóg að gera. Það verður dásamlegt að flytja þangað aftur. Þetta eru allt vinir okkar þarna fyrir austan. Kirkjulífið og menningarlífið er öflugt og það verður spennandi að mega taka þátt í því.“ ibs@frettabladid.is Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Verkefni nýs vígslubiskups í Skálholti, séra Kristjáns Vals Ingólfssonar, verða í meiri tengslum við samfélagið heldur en störf vígslubiskupa hafa verið hingað til. „Nú stendur yfir endurskoðun á lögum um þjóðkirkjuna og þar er komið inn á ýmsar breytingar sem hafa eðlilega í för með sér að embætti biskups og vígslubiskupa fá umfjöllun með sama hætti. Ég er í þessari nefnd og þess vegna hefur þetta verið mér hugleikið, óháð því hvort ég er að fara í þetta embætti eða ekki,“ segir Kristján Valur. Hlutverk vígslubiskupa nú er fyrst og fremst að aðstoða biskup Íslands, að sögn Kristjáns Vals. „Þeir eru varamenn hans ef hann forfallast og venjan er sú að sá sem er eldri í embætti verði settur biskup Íslands tímabundið. Þetta eru fyrstu skyldurnar. Síðan halda vígslubiskupar utan um starfsemi dómkirknanna á Hólum og í Skálholti auk þess sem þeir eru kallaðir til þegar deilumál koma upp milli prests og starfsfólks. Vígslubiskupar eru að vissu leyti eins og stækkuð mynd af prófasti. Síðan hafa þeir frumkvæði að því að fylgjast með og styðja starfsemi heima í sóknunum.“ Kristján Valur segir að í tengslum við endurskoðunina á lögum um þjóðkirkjuna fari fram mikil umræða um aukið samstarf og sérstök samstarfssvæði. „Framvegis þarf ekki hver prestur fyrir sig að kunna allt best sjálfur. Einn er kannski betri í æskulýðsstarfi og annar í öldrunarstarfi og þess háttar. Prófastar munu koma meira að skipulagningu samstarfs þeirra og vígslubiskupar myndu svo leiða þessa starfsemi í meiri mæli. Núna eru vígslubiskupar fyrst og fremst á hinu andlega sviði við að hugsa um trúna og kirkjuna. Þeir koma lítið að stjórnsýslu kirkjunnar. En kirkjan er ekki bara stofnun heldur trúfélag og þannig mun það alltaf verða.“ Væntanlegur vígslubiskup, sem var rektor Skálholtsskóla um sjö ára skeið, segir að ekki verði boðið upp á neitt iðjuleysi í Skálholti, eins og hann orðar það. „Það er stundum sagt að vígslubiskupar geri ekki neitt. Það getur vel verið að það sé hægt að leggjast undir sæng en sá sem lítur út í Skálholti sér að hann hefur nóg að gera. Það verður dásamlegt að flytja þangað aftur. Þetta eru allt vinir okkar þarna fyrir austan. Kirkjulífið og menningarlífið er öflugt og það verður spennandi að mega taka þátt í því.“ ibs@frettabladid.is
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira