Þjálfun hefur taugaverndandi áhrif á heilann 6. september 2011 22:00 Andri Þór Sigurðsson sjúkraþjálfari og Ólöf H. Bjarnadóttir læknir, bæði starfandi á Reykjalundi, munu bæði halda fyrirlestur á málþingi um parkinson á fimmtudaginn. Fréttablaðið/GVA Parkinsonsveiki er hrörnunarsjúkdómur í heila og kemur næst á eftir Alzheimer í algengi en um 500 til 600 manns þjást af parkinson á Íslandi á hverjum tíma. Af hverju taugafrumur í heila hrörna er enn óljóst en hrörnunin verður helst í kjörnum sem meðal annars hafa áhrif á hreyfifærni. „Við á taugasviðinu á Reykjalundi höfum markvisst sinnt parkinsonssjúklingum í hópum frá árinu 1999. Við höfum aflað okkur þekkingar og reynslu á þessum tólf árum sem við viljum miðla til annars heilbrigðisstarfsfólks,“ segir Ólöf H. Bjarnadóttir, læknir á Reykjalundi, en Reykjalundur ásamt Taugalæknafélagi Íslands og GlaxoSmithKline stendur fyrir málþingi um parkinsonsveiki í Valsheimilinu á fimmtudaginn. Málþingið er ætlað heilbrigðisstarfsfólki. Ólöf segir margt jákvætt hafa gerst í meðferð parkinsonsveiki undanfarna áratugi. „Fyrstu dópa-mínlyfin komu á markaðinn á sjöunda áratugnum. Þá gat fólk farið að hreyfa sig. Þá hefur orðið mikil þróun í aðgerðum auk þess sem vonir eru bundnar við ígræðslur og stofnfrumur sem þó eru enn á tilraunastigi,“ segir hún. Ólöf segir einnig hafa komið fram síðustu fimmtán ár að parkinsonsveiki er mun flóknari sjúkdómur en áður var talið. Einkennin séu ekki aðeins í hreyfingum heldur séu einnig einkenni í sjálfráða taugakerfinu auk vitrænna og andlegra einkenna. „Þessu viljum við miðla á málþinginu auk þess sem við leggjum áherslu á þá staðreynd að hreyfing og öll þjálfun hefur góð áhrif á parkinsonssjúklinga og ýmislegt bendir til þess að þjálfun hafi einnig taugaverndandi áhrif á heilann.“ Einn fyrirlesara á málþinginu er Andri Þór Sigurgeirsson sjúkraþjálfari á Reykjalundi. Hann kynnti meistaraverkefni sitt í fyrra þar sem fram komu jákvæð áhrif mikillar þjálfunar á einkenni parkinsonsveiki. „Parkinsonssjúklingar eiga það til að taka stutt skref. Við vildum athuga hvort mikil ganga með sjónrænum bendingum (þverlæg strik með millibili sem þarf að stíga yfir) gæti haft áhrif á skreflengd þeirra til lengri tíma,“ útskýrir Andri. Tveir hópar parkinsonssjúklinga þjálfuðu fjórum sinnum í viku í fjórar vikur. Annar með sjónrænum bendingum en hinn aðeins með hvatningu þjálfara. „Í ljós kom að sjónrænar bendingar höfðu ekki mikil áhrif en hins vegar hafði gönguþjálfunin ein og sér gríðarlega mikil áhrif á skreflengd og gönguhraða sem skiptir máli upp á göngufærni,“ segir Andri og telur niðurstöðuna mjög jákvæða því þetta staðfesti mikilvægi reglulegrar þjálfunar. Hann jákvæð áhrif mikillar þjálfunar alltaf koma betur í ljós. „Sem dæmi eiga parkinsonssjúklingar til að tala lægra og raddstyrkurinn minnkar. Mikil þjálfun í að æfa þá að tala hátt hefur áhrif á raddstyrkinn og meira að segja sjást jákvæðar breytingar í heilanum og meiri virkni verður á svæðum sem voru skemmd,“ upplýsir Andri sem gerir ráð fyrir að það sama eigi við um líkamlega þjálfun. „Við sjáum það til dæmis hjá heilablóðfallssjúklingum að mikil þjálfun hefur einhver græðandi áhrif á heilann.„Við segjum stundum að lyfin séu númer eitt hjá parkinsonssjúklingum en að þjálfunin sé númer eitt og hálft.“ Nánari upplýsingar um dagskrá málþingsins má nálgast á reykjalundur.is. solveig@frettabladid.is Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira
Parkinsonsveiki er hrörnunarsjúkdómur í heila og kemur næst á eftir Alzheimer í algengi en um 500 til 600 manns þjást af parkinson á Íslandi á hverjum tíma. Af hverju taugafrumur í heila hrörna er enn óljóst en hrörnunin verður helst í kjörnum sem meðal annars hafa áhrif á hreyfifærni. „Við á taugasviðinu á Reykjalundi höfum markvisst sinnt parkinsonssjúklingum í hópum frá árinu 1999. Við höfum aflað okkur þekkingar og reynslu á þessum tólf árum sem við viljum miðla til annars heilbrigðisstarfsfólks,“ segir Ólöf H. Bjarnadóttir, læknir á Reykjalundi, en Reykjalundur ásamt Taugalæknafélagi Íslands og GlaxoSmithKline stendur fyrir málþingi um parkinsonsveiki í Valsheimilinu á fimmtudaginn. Málþingið er ætlað heilbrigðisstarfsfólki. Ólöf segir margt jákvætt hafa gerst í meðferð parkinsonsveiki undanfarna áratugi. „Fyrstu dópa-mínlyfin komu á markaðinn á sjöunda áratugnum. Þá gat fólk farið að hreyfa sig. Þá hefur orðið mikil þróun í aðgerðum auk þess sem vonir eru bundnar við ígræðslur og stofnfrumur sem þó eru enn á tilraunastigi,“ segir hún. Ólöf segir einnig hafa komið fram síðustu fimmtán ár að parkinsonsveiki er mun flóknari sjúkdómur en áður var talið. Einkennin séu ekki aðeins í hreyfingum heldur séu einnig einkenni í sjálfráða taugakerfinu auk vitrænna og andlegra einkenna. „Þessu viljum við miðla á málþinginu auk þess sem við leggjum áherslu á þá staðreynd að hreyfing og öll þjálfun hefur góð áhrif á parkinsonssjúklinga og ýmislegt bendir til þess að þjálfun hafi einnig taugaverndandi áhrif á heilann.“ Einn fyrirlesara á málþinginu er Andri Þór Sigurgeirsson sjúkraþjálfari á Reykjalundi. Hann kynnti meistaraverkefni sitt í fyrra þar sem fram komu jákvæð áhrif mikillar þjálfunar á einkenni parkinsonsveiki. „Parkinsonssjúklingar eiga það til að taka stutt skref. Við vildum athuga hvort mikil ganga með sjónrænum bendingum (þverlæg strik með millibili sem þarf að stíga yfir) gæti haft áhrif á skreflengd þeirra til lengri tíma,“ útskýrir Andri. Tveir hópar parkinsonssjúklinga þjálfuðu fjórum sinnum í viku í fjórar vikur. Annar með sjónrænum bendingum en hinn aðeins með hvatningu þjálfara. „Í ljós kom að sjónrænar bendingar höfðu ekki mikil áhrif en hins vegar hafði gönguþjálfunin ein og sér gríðarlega mikil áhrif á skreflengd og gönguhraða sem skiptir máli upp á göngufærni,“ segir Andri og telur niðurstöðuna mjög jákvæða því þetta staðfesti mikilvægi reglulegrar þjálfunar. Hann jákvæð áhrif mikillar þjálfunar alltaf koma betur í ljós. „Sem dæmi eiga parkinsonssjúklingar til að tala lægra og raddstyrkurinn minnkar. Mikil þjálfun í að æfa þá að tala hátt hefur áhrif á raddstyrkinn og meira að segja sjást jákvæðar breytingar í heilanum og meiri virkni verður á svæðum sem voru skemmd,“ upplýsir Andri sem gerir ráð fyrir að það sama eigi við um líkamlega þjálfun. „Við sjáum það til dæmis hjá heilablóðfallssjúklingum að mikil þjálfun hefur einhver græðandi áhrif á heilann.„Við segjum stundum að lyfin séu númer eitt hjá parkinsonssjúklingum en að þjálfunin sé númer eitt og hálft.“ Nánari upplýsingar um dagskrá málþingsins má nálgast á reykjalundur.is. solveig@frettabladid.is
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Sjá meira