Innlent

Færri fara í endurmenntun

Hildigunnur Svavarsdóttir
Hildigunnur Svavarsdóttir
Starfsemi Sjúkraflutningaskólans hefur dregist töluvert saman undanfarin þrjú ár. Þátttakendum á endurmenntunarnámskeiðum hefur fækkað um helming að sögn Hildigunnar Svavarsdóttur skólastjóra.

Hún segir að mikil þörf sé á endurmenntun sjúkraflutningamanna því grunnmenntun þeirra sé þrjár vikur og það sé of lítið. Hún segir einnig að nauðsynlegt sé að þjálfa sjúkraflutningamenn í dreifðari byggðum landsins og halda þekkingu þeirra við, því tilfelli sjúkraflutninga þar séu oft fátíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×