Fær 5,5 milljónir króna í skaðabætur 18. ágúst 2011 06:00 Talið er að konan hafi unnið í heilsuspillandi umhverfi þar sem öryggiskröfur voru ekki uppfylltar. Ríkið og fyrirtækið Agar ehf. voru dæmd í Héraðsdómi Vesturlands 10. ágúst til að greiða rúmar 5,5 milljónir króna auk vaxta í bætur til konu sem var starfsmaður fyrirtækisins. Talið er sannað að konan hafi orðið fyrir heilsutjóni við störf sín. Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta. Konan leitaði fjórum sinnum til læknis á árunum 1997 til 2000 vegna hósta og öndunarerfiðleika og tvisvar árið 2000 vegna höfuðverkja og ógleði. Engin niðurstaða fékkst um hvað amaði að. Haustið 2005 var konan greind með astma og ofnæmiskvef. Ljóst þykir að bein tengsl voru á milli veikinda hennar og vanbúnaðar á vinnustað hennar hjá Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins á Ísafirði. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að það sé fullsannað með framlögðum gögnum, svo sem athugasemdum Vinnueftirlitsins og úttekt verkfræðinga, að loftræsting og aðbúnaður á vinnustaðnum hafi verið ófullnægjandi. Konan vann meðal annars daglega við ætisræktun og hefði vinnuveitendum borið að tryggja henni vinnuumhverfi sem ekki væri heilsuspillandi. Þá hélt konan því einnig fram að henni hafi aldrei verið úthlutað persónuhlífum til hlífðar öndunarfærum sínum. Gerð hafi verið athugasemd við skort á persónuhlífum í úttekt Vinnueftirlitsins árið 2004 en engar úrbætur hafi átt sér stað. Var það niðurstaða héraðsdóms að ríkið og Agar bæru bótaábyrgð á tjóni stefnanda. - sv Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Ríkið og fyrirtækið Agar ehf. voru dæmd í Héraðsdómi Vesturlands 10. ágúst til að greiða rúmar 5,5 milljónir króna auk vaxta í bætur til konu sem var starfsmaður fyrirtækisins. Talið er sannað að konan hafi orðið fyrir heilsutjóni við störf sín. Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta. Konan leitaði fjórum sinnum til læknis á árunum 1997 til 2000 vegna hósta og öndunarerfiðleika og tvisvar árið 2000 vegna höfuðverkja og ógleði. Engin niðurstaða fékkst um hvað amaði að. Haustið 2005 var konan greind með astma og ofnæmiskvef. Ljóst þykir að bein tengsl voru á milli veikinda hennar og vanbúnaðar á vinnustað hennar hjá Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins á Ísafirði. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að það sé fullsannað með framlögðum gögnum, svo sem athugasemdum Vinnueftirlitsins og úttekt verkfræðinga, að loftræsting og aðbúnaður á vinnustaðnum hafi verið ófullnægjandi. Konan vann meðal annars daglega við ætisræktun og hefði vinnuveitendum borið að tryggja henni vinnuumhverfi sem ekki væri heilsuspillandi. Þá hélt konan því einnig fram að henni hafi aldrei verið úthlutað persónuhlífum til hlífðar öndunarfærum sínum. Gerð hafi verið athugasemd við skort á persónuhlífum í úttekt Vinnueftirlitsins árið 2004 en engar úrbætur hafi átt sér stað. Var það niðurstaða héraðsdóms að ríkið og Agar bæru bótaábyrgð á tjóni stefnanda. - sv
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira