Helmingi minna rusl 15. ágúst 2011 06:00 Fyrsti bíllinn með tvískiptri tunnu Sorpbíll Gámaþjónustu Norðurlands er sá fyrsti á landinu með tvískiptri tunnu, og getur hann safnað tveimur flokkum af úrgangi í sömu ferð.mynd/gámaþjónusta norðurlands Óflokkað heimilissorp á Akureyri hefur minnkað um helming frá síðasta hausti. Í ágúst 2010 setti Akureyrarbær af stað svokallaða B-leið í endurvinnslu á Eyjafjarðarsvæðinu og var flokkunartunnum komið á hvert heimili, sem eru um 7.230 talsins. Þrettán endurvinnslustöðvar víðs vegar um Akureyrarbæ voru endurbættar og nam kostnaður við hverja þeirra um 500 þúsund krónum, samkvæmt Helga Má Pálssyni, bæjartæknifræðingi og yfirmanni framkvæmdardeildar. „Aðgerðirnar tóku lengri tíma en við áætluðum og kynningin hefði mátt vera betri,“ segir Helgi Már, en bætir við að árangurinn hafi þó ekki látið á sér standa eftir að verkefnið fór af stað. Eini kostnaðurinn fyrir bæinn hafi verið að reisa veggi í kringum endurvinnslustöðvarnar. „En það er fljótt að borga sig þar sem mikil meðvitund er hjá íbúum um endurvinnslu. Það er óvíða sem fólk er svona meðvitað um þessa hluti og jákvætt yfir höfuð.“ Innan við 50 prósent af óflokkuðu sorpi fer til urðunar miðað við það sem áður var. Sorpið, sem áður var keyrt á Glerárdal, er nú flutt til Stekkjavíkur hjá Blönduósi. Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands, tekur undir með Helga Má og segir fyrirtækið ekki hafa búist við því að útkoman yrði svona góð. „Urðun óflokkaðs úrgangs hefur minnkað um helming síðan í haust og það er ánægjuleg niðurstaða,“ segir Helgi. „Við bjuggumst ekki við því að þetta yrði svo gott.“ Helgi segir að á Akureyrarsvæðinu sé rík hefð fyrir flokkun og endurvinnslu. Akureyri hafi verið fyrst sveitarfélaga á landinu til að taka upp blaðaflokkunargáma og út frá þeirri þróun hafi þessi leið verið vel fær. sunna@frettabladid.is Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Óflokkað heimilissorp á Akureyri hefur minnkað um helming frá síðasta hausti. Í ágúst 2010 setti Akureyrarbær af stað svokallaða B-leið í endurvinnslu á Eyjafjarðarsvæðinu og var flokkunartunnum komið á hvert heimili, sem eru um 7.230 talsins. Þrettán endurvinnslustöðvar víðs vegar um Akureyrarbæ voru endurbættar og nam kostnaður við hverja þeirra um 500 þúsund krónum, samkvæmt Helga Má Pálssyni, bæjartæknifræðingi og yfirmanni framkvæmdardeildar. „Aðgerðirnar tóku lengri tíma en við áætluðum og kynningin hefði mátt vera betri,“ segir Helgi Már, en bætir við að árangurinn hafi þó ekki látið á sér standa eftir að verkefnið fór af stað. Eini kostnaðurinn fyrir bæinn hafi verið að reisa veggi í kringum endurvinnslustöðvarnar. „En það er fljótt að borga sig þar sem mikil meðvitund er hjá íbúum um endurvinnslu. Það er óvíða sem fólk er svona meðvitað um þessa hluti og jákvætt yfir höfuð.“ Innan við 50 prósent af óflokkuðu sorpi fer til urðunar miðað við það sem áður var. Sorpið, sem áður var keyrt á Glerárdal, er nú flutt til Stekkjavíkur hjá Blönduósi. Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands, tekur undir með Helga Má og segir fyrirtækið ekki hafa búist við því að útkoman yrði svona góð. „Urðun óflokkaðs úrgangs hefur minnkað um helming síðan í haust og það er ánægjuleg niðurstaða,“ segir Helgi. „Við bjuggumst ekki við því að þetta yrði svo gott.“ Helgi segir að á Akureyrarsvæðinu sé rík hefð fyrir flokkun og endurvinnslu. Akureyri hafi verið fyrst sveitarfélaga á landinu til að taka upp blaðaflokkunargáma og út frá þeirri þróun hafi þessi leið verið vel fær. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira