Meintar iðnnjósnir ekki enn kannaðar 12. ágúst 2011 07:30 Kári stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar er óánægður með undirtektir löggæsluyfirvalda við beiðni hans um að rannsakað yrði hvort njósnað væri um fyrirtækið. fréttablaðið/stefán Ríkislögreglustjóri aðhafðist ekkert þegar hann var beðinn að rannsaka meintar iðnnjósnir kínverskra aðila innan Íslenskrar erfðagreiningar, að sögn Kára Stefánssonar forstjóra fyrirtækisins. „Þeir gerðu ekkert í þessu og, það sem meira er, hæstvirtur innanríkisráðherra gaf út yfirlýsingu um að þetta skipti ekki máli, því menn ættu ekki að vera með svona leyndarmál!“ segir hann. Í desember birti Fréttablaðið fréttir úr „sendiráðsskjölum“ bandaríska sendiráðsins á Íslandi, sem Wikileaks setti síðar á netið. Í einu skjalinu kom fram að Bandaríkjamenn telja Kínverja „stunda iðnnjósnir á sviði erfðagreiningar og læknisfræðilegra rannsókna á Íslandi“. Umrætt skjal er merkt sem leyndarmál og var sent CIA, FBI og leyniþjónustu bandaríska hersins. Sem fyrr segir fór Kári Stefánsson þá fram á það við ríkislögreglustjóra að hann rannsakaði hvort þessar staðhæfingar Bandaríkjamanna ættu við rök að styðjast. Kári vísar hér að framan í orð innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, sem var á þessum tíma spurður álits á málinu á Bylgjunni. Ögmundur sagðist þá efast um að meintar njósnir væru „verulegt vandamál“. Hann sagði Íslendinga vera að kynnast þessum „nýja heimi“ sem stórþjóðir þekki vel: „Þegar þær hafa verið að pukrast með ýmis leyndarmál í framleiðslunni. Hvort sem það var uppskriftin að kóka kóla eða kjarnorkubúnaði.“ Kári segir í ljósi þessa að ekki hafi virst mikill áhugi fyrir því að grafast fyrir um sannleiksgildi leyniskjalanna bandarísku. „Og ég er nú svo sem ekkert að væla undan því. Svona er þetta bara,“ segir hann. Guðmundur Guðjónsson á skrifstofu Ríkislögreglustjóra skrifar í stuttu svari til blaðsins að málið hafi verið afgreitt á sínum tíma og vísar til Íslenskrar erfðagreiningar um frekari upplýsingar. Hann svaraði ekki endurtekinni fyrirspurn um hvað ríkislögreglustjóri hafi gert í málinu. klemens@frettabladid.is Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira
Ríkislögreglustjóri aðhafðist ekkert þegar hann var beðinn að rannsaka meintar iðnnjósnir kínverskra aðila innan Íslenskrar erfðagreiningar, að sögn Kára Stefánssonar forstjóra fyrirtækisins. „Þeir gerðu ekkert í þessu og, það sem meira er, hæstvirtur innanríkisráðherra gaf út yfirlýsingu um að þetta skipti ekki máli, því menn ættu ekki að vera með svona leyndarmál!“ segir hann. Í desember birti Fréttablaðið fréttir úr „sendiráðsskjölum“ bandaríska sendiráðsins á Íslandi, sem Wikileaks setti síðar á netið. Í einu skjalinu kom fram að Bandaríkjamenn telja Kínverja „stunda iðnnjósnir á sviði erfðagreiningar og læknisfræðilegra rannsókna á Íslandi“. Umrætt skjal er merkt sem leyndarmál og var sent CIA, FBI og leyniþjónustu bandaríska hersins. Sem fyrr segir fór Kári Stefánsson þá fram á það við ríkislögreglustjóra að hann rannsakaði hvort þessar staðhæfingar Bandaríkjamanna ættu við rök að styðjast. Kári vísar hér að framan í orð innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, sem var á þessum tíma spurður álits á málinu á Bylgjunni. Ögmundur sagðist þá efast um að meintar njósnir væru „verulegt vandamál“. Hann sagði Íslendinga vera að kynnast þessum „nýja heimi“ sem stórþjóðir þekki vel: „Þegar þær hafa verið að pukrast með ýmis leyndarmál í framleiðslunni. Hvort sem það var uppskriftin að kóka kóla eða kjarnorkubúnaði.“ Kári segir í ljósi þessa að ekki hafi virst mikill áhugi fyrir því að grafast fyrir um sannleiksgildi leyniskjalanna bandarísku. „Og ég er nú svo sem ekkert að væla undan því. Svona er þetta bara,“ segir hann. Guðmundur Guðjónsson á skrifstofu Ríkislögreglustjóra skrifar í stuttu svari til blaðsins að málið hafi verið afgreitt á sínum tíma og vísar til Íslenskrar erfðagreiningar um frekari upplýsingar. Hann svaraði ekki endurtekinni fyrirspurn um hvað ríkislögreglustjóri hafi gert í málinu. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sjá meira