Klappstýra í liði Bonds á móti Íslandi 10. ágúst 2011 10:30 Íslenskir hvalveiðimenn eiga fræga óvini á borð við Pierce Brosnan og Hayden Panettiere. „Ég fel Obama forseta það verkefni að grípa til harðra aðgerða gegn Íslandi vegna villimannslegra hvalveiða þjóðarinnar," segir leikkonan Hayden Panettiere í yfirlýsingu. Panettiere er þar með komin í lið með leikaranum Pierce Brosnan á móti hvalveiðum Íslendinga, en eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag hefur hann birt bréf þar sem hann gagnrýnir stefnu Íslendinga í hvalveiðum harðlega. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem James Bond, en hún öðlaðist frægð sem klappstýran Claire Bennet í sjónvarpsþáttunum Heroes. Panettiere er talsmaður náttúruverndarsamtakanna Whaleman og hefur meðal annars barist gegn hvalveiðum. Eins og Brosnan hvetur hún Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum þangað til hvalveiðum verði hætt. „Við hvetjum Obama til að beita svipuðum þvingunum gegn Noregi og Japan," segir hún. Íslenskir hvalveiðimenn hafa litlar áhyggjur af þessum frægu óvinum. Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri Hvalveiðimanna ehf. sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að skoðun Brosnans á málinu skipti engu máli. „Ég held að þetta sé fjórða eða fimmta árið í röð sem þessi leikari reynir eitthvað að kvabba um hvalveiðar, sem hann hefur mjög takmarkað vit á," sagði hann. „Hann fer mjög frjálslega með staðreyndir. Hann heldur því til dæmis fram að við veiðum dýr sem eru í útrýmingarhættu. Það tekur enginn vísindamaður í heiminum undir það að hrefnan sé í útrýmingarhættu." - afb Tengdar fréttir Deilt um hvalveiðar Íslendinga: "James Bond skýtur þarna yfir markið" Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að bregðast við opinberri fordæmingu leikarans Pierce Brosnan á hvalveiðum Íslendinga. Brosnan, sem er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt sem njósnarinn James Bond, er harðorður í garð Íslendinga í opnu bréfi þar sem hann hvetur Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til aðgerða "Það er kominn tími til að senda Íslandi skilaboð sem ekki er hægt að hunsa: Viðskiptaþvinganir," skrifar Brosnan í bréfinu sem birtist í bandarískum fjölmiðlum á dögunum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, segir Brosnan ekki fara með rétt mál að öllu leyti í bréfinu þar sem hann sakar Íslendinga um ómannúðlegar slátranir á hvölum og vill að þeir gjaldi fyrir það í eitt skipti fyrir öll. "Þarna skýtir James Bond yfir markið sem er nú heldur ólíkt honum," segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hann bendir raunar á að nokkuð sé síðan Brosnan hætti að leika njósnara hennar hátignar og kannski sé það ástæða þess að honum er farið að förlast. Stutt er síðan Barack Obama ítrekaði stuðning Bandaríkjastjórnar við hvalveiðibann og hafnar hann alfarið veiðum í vísindaskyni. Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi frá sér nýverið segir að Bandaríkjastjórn hafi verulegur áhyggjur vegna aðgerða íslenskra og norskra fyrirtækja til að endurræsa alþjóðlega verslun með hvalaafurðir. Bréf Brosnan má lesa hér í heild sinni á Huffington Post. 9. ágúst 2011 15:47 James Bond á hælum íslenskra hvalveiðimanna „Brosnan hefur sinn skilning á þessu, sem ég er auðvitað ekki sammála," segir Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. 6. ágúst 2011 13:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
„Ég fel Obama forseta það verkefni að grípa til harðra aðgerða gegn Íslandi vegna villimannslegra hvalveiða þjóðarinnar," segir leikkonan Hayden Panettiere í yfirlýsingu. Panettiere er þar með komin í lið með leikaranum Pierce Brosnan á móti hvalveiðum Íslendinga, en eins og Fréttablaðið greindi frá á laugardag hefur hann birt bréf þar sem hann gagnrýnir stefnu Íslendinga í hvalveiðum harðlega. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem James Bond, en hún öðlaðist frægð sem klappstýran Claire Bennet í sjónvarpsþáttunum Heroes. Panettiere er talsmaður náttúruverndarsamtakanna Whaleman og hefur meðal annars barist gegn hvalveiðum. Eins og Brosnan hvetur hún Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til að beita Íslendinga viðskiptaþvingunum þangað til hvalveiðum verði hætt. „Við hvetjum Obama til að beita svipuðum þvingunum gegn Noregi og Japan," segir hún. Íslenskir hvalveiðimenn hafa litlar áhyggjur af þessum frægu óvinum. Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri Hvalveiðimanna ehf. sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að skoðun Brosnans á málinu skipti engu máli. „Ég held að þetta sé fjórða eða fimmta árið í röð sem þessi leikari reynir eitthvað að kvabba um hvalveiðar, sem hann hefur mjög takmarkað vit á," sagði hann. „Hann fer mjög frjálslega með staðreyndir. Hann heldur því til dæmis fram að við veiðum dýr sem eru í útrýmingarhættu. Það tekur enginn vísindamaður í heiminum undir það að hrefnan sé í útrýmingarhættu." - afb
Tengdar fréttir Deilt um hvalveiðar Íslendinga: "James Bond skýtur þarna yfir markið" Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að bregðast við opinberri fordæmingu leikarans Pierce Brosnan á hvalveiðum Íslendinga. Brosnan, sem er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt sem njósnarinn James Bond, er harðorður í garð Íslendinga í opnu bréfi þar sem hann hvetur Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til aðgerða "Það er kominn tími til að senda Íslandi skilaboð sem ekki er hægt að hunsa: Viðskiptaþvinganir," skrifar Brosnan í bréfinu sem birtist í bandarískum fjölmiðlum á dögunum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, segir Brosnan ekki fara með rétt mál að öllu leyti í bréfinu þar sem hann sakar Íslendinga um ómannúðlegar slátranir á hvölum og vill að þeir gjaldi fyrir það í eitt skipti fyrir öll. "Þarna skýtir James Bond yfir markið sem er nú heldur ólíkt honum," segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hann bendir raunar á að nokkuð sé síðan Brosnan hætti að leika njósnara hennar hátignar og kannski sé það ástæða þess að honum er farið að förlast. Stutt er síðan Barack Obama ítrekaði stuðning Bandaríkjastjórnar við hvalveiðibann og hafnar hann alfarið veiðum í vísindaskyni. Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi frá sér nýverið segir að Bandaríkjastjórn hafi verulegur áhyggjur vegna aðgerða íslenskra og norskra fyrirtækja til að endurræsa alþjóðlega verslun með hvalaafurðir. Bréf Brosnan má lesa hér í heild sinni á Huffington Post. 9. ágúst 2011 15:47 James Bond á hælum íslenskra hvalveiðimanna „Brosnan hefur sinn skilning á þessu, sem ég er auðvitað ekki sammála," segir Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. 6. ágúst 2011 13:00 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Deilt um hvalveiðar Íslendinga: "James Bond skýtur þarna yfir markið" Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að bregðast við opinberri fordæmingu leikarans Pierce Brosnan á hvalveiðum Íslendinga. Brosnan, sem er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt sem njósnarinn James Bond, er harðorður í garð Íslendinga í opnu bréfi þar sem hann hvetur Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til aðgerða "Það er kominn tími til að senda Íslandi skilaboð sem ekki er hægt að hunsa: Viðskiptaþvinganir," skrifar Brosnan í bréfinu sem birtist í bandarískum fjölmiðlum á dögunum. Bjarni Harðarson, upplýsingafulltrúi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, segir Brosnan ekki fara með rétt mál að öllu leyti í bréfinu þar sem hann sakar Íslendinga um ómannúðlegar slátranir á hvölum og vill að þeir gjaldi fyrir það í eitt skipti fyrir öll. "Þarna skýtir James Bond yfir markið sem er nú heldur ólíkt honum," segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Hann bendir raunar á að nokkuð sé síðan Brosnan hætti að leika njósnara hennar hátignar og kannski sé það ástæða þess að honum er farið að förlast. Stutt er síðan Barack Obama ítrekaði stuðning Bandaríkjastjórnar við hvalveiðibann og hafnar hann alfarið veiðum í vísindaskyni. Í yfirlýsingu sem Hvíta húsið sendi frá sér nýverið segir að Bandaríkjastjórn hafi verulegur áhyggjur vegna aðgerða íslenskra og norskra fyrirtækja til að endurræsa alþjóðlega verslun með hvalaafurðir. Bréf Brosnan má lesa hér í heild sinni á Huffington Post. 9. ágúst 2011 15:47
James Bond á hælum íslenskra hvalveiðimanna „Brosnan hefur sinn skilning á þessu, sem ég er auðvitað ekki sammála," segir Gunnar Bergmann, framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. 6. ágúst 2011 13:00